arnthor´s life

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Löngu vitað

Í nýlegri breskri rannsókn var sýnt frammá að þeir sem hlaði tónlist "ólöglega" af netinu, Kaupi einnig tónlist á netinu og þá að meðaltali 4 sinnum meira en þeir sem nálgist tónlist einungis á "löglegan hátt". Þetta finnst mér áhugavert íljósi þess að þessi bransi er alltaf að væla um að skráarskipti séu að ganga að þeim dauðum, bara í seinustu viku var náð í 500.000.000'asta lagið hjá iTunes og þjónustan þeirra í Evrópu seldi yfir 800.000 lög á nokkrum vikum, svo eru náttúrulega fleiri veitur með löglegt niðurhal, t.d. tonlist.is, sem eru að gera það gott. Ég held að þessi tónlistarbransi verði bara að sætta sig við að þetta er komið til að vera og eftir að maður er búinn að vera að sjá þessa þætti í imbanum þar sem verið er að líta á líf þessa þekktustu stjarna, er manni nokkuð sama þó að þær missi nokkrar krónur. Það er engum hollt, og sérstaklega ekki "listamönnum", að eiga of mikið af peningum.

mánudagur, júlí 25, 2005

Smá hjálp

Mig vantar smá hjálp hérna. Þeir sem mig þekkja vita að stundum á ég dálítið erfitt með að ákveða mig og þetta er eitt af þeim tilfellum. Málið er að mig langar að fara að skrifa bók og fyrir það fyrsta er ég ekki viss um hvernig bók, það má vera skáldsaga,heimild,sjálfhjálparbók eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug og svo er það um hvað ætti bókin svo að vera. Mér þætti vænt um að þið mynduð reyna að hjálpa mér við þetta og það væri ágætt aef þið gætuð rökstutt ykkar hugmynd og þið sem þekkið mig mættuð þá útskýra aðeins afhverju ykkar val myndi passa mér vel.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Krossgötur og þvergötur

Það er fátt erfiðaðra í lífinu en að velja sér þá braut sem maður ætlar að fara eftir, hvort sem það er í námi eða annað, þó að fyrir mörgum liggi þetta augljóst fyrir, en fyrir okkur hin er þetta hin mesta raun. Þetta byrjar allt um leið og maður byrjar í skóla, maður finnur það fag sem maður er bestur í og í flestum tilfellum fylgir það manni alla skólagönguna, í efstu bekkjum grunnskóla getur maður svo valið hvort maður ætlar að láta ganga fyrir námið eða félagslífið, þó svo að sumir geti leyft hvoru tveggja að njóta sín og svo eftir grunnskóla er manni leyft að velja hvort maður vilji halda áfram eða fara út á vinnumarkaðinn og það er erfið og flókin ákvörðun, þegar maður er ungur, búinn að vera í skóla í 10 ár og sér frammá að geta eignast eigin pening og flestir taka ranga ákvörðun, ok, margir segja að þeir hafi ekki verið miklir námsmenn og eitthvað álíka rugl, en það sem ég er búinn að átta mig á og ég vona að sem flestir séu með á þessu í dag, er að allt nám hversu lítið, er mikilvægt og í rauninni finnst mér að það ætti að vera skólaskylda fram að 18 ára aldri.
Núna fór ég yfir nokkrar af þeim ákvörðunum sem við þurfum flest að takast á við en auðvitað vantar hér nánast allar félagslegar, trúarlegar, sjálfsagðar ákvarðanir sem eru þarna í bland.
Ein ástæðan fyrir því að ég er að rita þessar línur um þessar ákvarðanir sem við þurfum að taka í lífinu, er að ég var að skoða hvað ég hef lifað í marga mánuði og þeir eru ekki nema 362 og 362 er ekki hátala en svo koma 362 í viðbót og ég er orðinn 60 ára, lífið er hreinlega of stutt til að vera að sóa því í rangar ákvarðanir. Taktu strandveginn eða fjallveginn frekar en hraðbrautina, þú ert lengur á leiðinni en útsýnið er betra.

föstudagur, júlí 08, 2005

Heimur versnandi fer

Ég verð að segja að sprengjutilræðin í London fengu dálítið á mig og í rauninni mun meira en 11. september í USA. Kannski er það nálægðin, fyrirlitningin sem ég hef á bandarísku stjórnarfari eða eitthvað annað. Það sem fær eiginlega mest á mig er tilgangsleysið, að ráðast á óbreytta borgara á viðurstyggilegan hátt og og fá heiminn jafnvel meira upp á móti sér. Ég þekki nokkra araba og flest er þetta mjög yndælt fólk, en þetta er næstum komið á það stig að maður fer að óska þeim öllum dauða svo á ég og mínir getum um öruggt höfuð strokið. En auðvitað er þetta ekki svona einfalt, fyrir það fyrsta er ekki neitt öruggt að þetta hafi verið arabar og í annan stað þá er þetta mjög lítill og einangraður hópur af heilaþvegnum, reiðum, fáfróðum og frekar sorglegum mönnum sem halda, því miður, að þeir séu að gera rétt.
Og ef arabarnir myndu nú allt í einu hverfa af yfirborði jarðar, myndi örugglega bara koma einhver í staðinn. Hér læt ég fylgja besta ráð sem hægt er að gefa nokkrum manni og þessi setning ætti að vera upphaf og þungamiðja í stjórnarskrám allra landa og ætti að vera innlimuð í alla trúartexta.
Live and let live!