arnthor´s life

sunnudagur, október 22, 2006

Er ég í aðalhlutverki?

Ég hef oft velt því fyrir mér eins og flestir býst ég við, um tilgang lífsins, hvort þetta sé allt fyrirfram ákveðið eða hvort maður yfir höfuð að hafa fyrir því að fara frammúr á morgnana. Og í þessum hugsanagangi velti ég stundum fyrir mér, að ef þetta er allt fyrirfram ákveðið, hvaða hlutverki gegni ég þá? Er ég í aðal- eða aukahlutverki? Sumum er augljóslega ætlað að njóta alls þess sem þetta líf hefur uppá að bjóða og það er svo í verkahring aukaleikarana að koma sjá til þess að það gerist. En svo er það spurning hvað maður á að kalla toppinn á tilverunni, persónulega myndi ég segja að sjá barnið sitt fæðast þannig að ég er búinn að ná því.
Það gerðist dálítið um daginn sem virtist nú dálítið fyrirfram ákveðið! Ég var að spjalla við vin minn hann Atle og hann var að dásama það hvað það væri gott að vinna rétt hjá þar sem maður býr og ég var alveg sammála honum í því og svo fórum við að tala um laun og fleira vinnutengt. Svo næsta dag er hringt í mig frá Stark sem er bygginavöru verslun í Rønde sem er bær sem er hérna í 5 km fjarlægð og þeir bjóða mér í atvinnuviðtal! Ég kom alveg af fjöllum en mundi svo að ég hafði sent þeim ferilskránna mína í nóvember 2005, við ákváðum að hittast 2 dögum seinna. Ég kem þarna inn og yfirmaðurinn tekur á móti mér og byrjar bara nánast starx á því að bjóða mér vinnu eftir smá samtal og kynningarferð um vinnustaðinn tek ég tilboðinu. Ég hækka um 3300 danskar kr. á mánuði, sem er u.þ.b. 38000 íslkr, tíminn sem ég spara í keyrslu á ári samsvarar u.þ.b. 1,5 mánuðiog aðra hverja viku byrja ég klukkan 7 og er til 15.30 og hina frá 9 og er til 17.30 og það eru líka mjög góð yfirvinnu laun ef ég vill taka yfir vinnu eða u.þ.b. 3500 íslkr á tímann. Ég byrja 1. Des.
Skrítið hvernig þetta líf er, það líklega bara rétt það sem sagt er, leiðir hans eru órannsakanlegar.
hey samt rólegt ég er ekkert að fara að ganga í krossinn.