arnthor´s life

mánudagur, september 20, 2004

Og í byrjun var það aðeins eitt

Jæja, ágætu félagar og aðrir, núna er ég búinn að vera í okkar gömlu herraþjóð,Danmörku, í 2 vikur og líkar bara vel. Ég er að fara í 2 atvinnuviðtöl á morgunn og er dálítið stressaður, þar sem ég er ekki nógu sleipur í málinu, en þetta hlýtur að reddast. Ég bý í litum bæ rétt fyrir norðan Åarhus, sem heitir Thorsager og búa hér aðeins 1600 manns, ég bý í enda húsi í botnlangagötu svo það er frekar rólegt hér, sem er bara fínt. Það eru allskyns býli hér í næsta nágrenni, s.s. hestabýli,kúabýli ofl. Það er komið haust hér eins og heima á Íslandi og veðrið lítið betra, kannski aðeins heitara, annars bara rigning og vindur eins og maður er vanur. Ég er reyndar að spá í að fara í nám eftir áramót, Það verður gaman að sjá hvernig það fer!
Jæja, þetta er nóg í bili, meira seinna

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home