arnthor´s life

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

ekkert leiðinlegra en bið

Núna sit ég bara hérna við tölvuna og bíð eftir fréttum af Alexander, ég náði sambandi við Sollu áðan og hún sagði að læknarnir hafi sagt að þetta væri einhverskonar vírus. Hann veiktist meira í nótt og fékk háan hita og hann svaf meirihluta dagsins í dag, en þegar hann vaknaði áðan var hann eldhress en fékk svo skömmu seinna aftur smákrampakast. Solla er að bíða eftir lækni núna og ætlar að hringja í mig þegar hún veit meira. Þannig að ég sit bara hér og bíð og ó, hvað það er skemmtilegt. og ég held að ég hætti við að fara á æfingu í kvöld, er hvorki stefndur í það né vil ég fara á meðan ég veit ekkert um afdrif Alexanders.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home