arnthor´s life

laugardagur, október 30, 2004

Eins og við var að búast

Eins og við var að búast þá kemur af og til upp heimþrá, þar sem maður saknar þess sérstaklega sem maður tók sem sjálfsögðum hlut. Hér eru nokkur dæmi:
Frystihúsið, af og til þá á ég það til að hugsa hlýlega til þess (hvað er að mér)
Að fara í kaupfélagið, ég veit ekki hvað það er en mér hefur alltaf þótt það ánægjuleg reynsla að fara í kaupfélagið, og þá ferðin, ekki endilega að vera þar.
Að geta skotist í fjallgöngu þegar naður vill, alltaf gott að geta hreinsað hugann.
Veðrið, það er bara eitthvað við hið fjölbreytta og ýkta íslenska veðurfar, sem ég bara fíla.
Jæja nú er nóg komið af væli.
p.s. og svo sakna ég náttúrulega mömmu, búhúhú!

1 Comments:

  • hmm hvar á ég að byrja.........
    Frystihúsið: ég er þar á hvejum virkum degi um 4 klst á dag =)
    Kaupfélagið: ég fer þangað svona kannski 2 í viku en oftast í Bónus...
    Fjall: fer oft að labba uppí fjall... og það er bara geggjað mmmm öll þessi fjöll og allur þessi snjór GETUR EKKI VERIÐ BETRA sérstaklega afþví að hundurinn minn er með =)
    og svo opnar fjallið í vikunni....... SNJÓBRETTI hvað er betra en að leika sér í þessum fallega púðursnjó=)
    c.u.later....... Adda beib

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home