arnthor´s life

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Hjálparvana

Nýjustu fréttir eru þær að læknir sá Alexander fá krampakast og hallaðist hann að því að þetta væri eitthvað í kviðarholinu, en í rauninni eru þeir ekki vissir um neitt, allavega ekki síðast þegar ég vissi. Ég ætla að fara uppeftir til Randers, þar sem sjúkrahúsið er, á morgun. Og í kjölfarið að læknirinn hafi séð þetta þá, var sagt við Sollu að þeir vildu halda Alexander í 1 til 2 daga, til að skoða hann. Ég finn að öryggin í hausnum á mér eru að fara hvert á fætur öðru, ég var greinilega ekki byggður fyrir svona álag, bara tilhugsunin um að litli maðurinn sé á sjúkrahúsi er næstum of mikið fyrir mig. Ég er bara greinilega ekki sterkari en þetta. Segi ykkur meira á morgunn! Bless í bili.