arnthor´s life

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Til hamingju með afmælið Gulla

Gulla systir mömmu á afmæli í dag og við viljum óska henni alls góðs. Annars er allt gott að frétta hér, Alexander er svo að segja alveg orðinn frískur, Benedikta las uppúr danskri bók fyrir bekkinn um daginn og Andrea er líklegast að fara að byrja að æfa fótbolta. Og svo vorum við að fá okkur gervihnattadisk og móttakara, sem ég er að fara að setja upp á eftir. Fljótlega eftir að ég kom hérna þá fórum við Andrés bróðir að auglýsa eftir fólki í hljómsveit en ekkert gekk, svo að maður var orðinn frekar vonlítill um að fá nokkuð að spila. Svo fór ég að auglýsa á netinu eftir hljómsveitum sem vantaði bassaleikara, og síminn þagnar ekki, ég er búinn að neita tveimur, fara á æfingu með einni, er að fara á æfingu í kvöld með annari og svo er ég að fara á æfingu á föstudaginn og kannski tvær á laugardaginn. Vonandi get ég bara farið að vinna við þetta og farið svo í skóla á daginn.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home