arnthor´s life

mánudagur, september 20, 2004

Enn sami dagur

Það er skrítið að, hugsa til þess að ég er ekki búinn að vera í vinnu í rúmlega 3 og hálfan mánuð,(Guð blessi fæðingarorlof), og það er fyrst núna í kvöld sem hefur leiðst eitthvað aðeins. Það voru allir að segja við mig áður en ég hætti að vinna að ég myndi klikkast og verða kominn aftur í vinnu eftir no time, en ég virðist alltaf finna mér eitthvað að gera, forrita, leika mér í photoshop,Fara í fjallgöngu( sem verður að vísu erfitt í Danmörku), fara að hlaupa,spila á bassann,ala upp börn ofl,of. Það er nóg að gera. Fyrir þá sem voru á tónleikunum í Ungó, þá er Hölli byrjaður að vinna úr upptökunum og þið verðið að hafa samband við hann til að fá eintak.
Ég bý í landi þar sem bjór er ódýrari en vatn og ég get verslað hann og vín bara um leið og ég kaupi í matinn, Það er, (Sweepy hlustaðu nú á), MAGNAÐ!Ég sá mynd af mér í dag og sá mér til mikillar furðu að ég er að verða fullorðinn, skrítinn tilfinning en góð, ég get þá loksins farið að ganga í hnepptu prjónapeysunni minni án þess að skammast mín. Ég held að það sé einn af helstu kostunum við að eldast að, þægileg föt, ljót en þægileg og öllum er sama. hvað er það besta við heimilið þitt? hús eða íbúð , hvað er það besta?

1 Comments:

  • Ekki samt gleyma því að vera ungur líka, því að annars verður Solla búin að skipta þér út fyrir einhvern Jótlenskan trúð eða eitthvað...

    Hölli - www.hollivals.tk

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home