arnthor´s life

laugardagur, nóvember 20, 2004

Dagur aldraðrar móður minnar

Í dag á hún móðir mín afmæli, ég þori ekki að segja hvað hún er gömul afþví að það er svo ódýrt að komast hingað. Ég vill líka nota þetta tækifæri og þakka henni fyrir allt sem hún gert fyrir mig og mína, því það er ekkert lítið. Annars er ekki mikið að frétta, ég var á æfingu með rokkhljómsveit í gær og er ennþá ekki alveg búinn að ná mér í eyrunum. Ég hitti söngvara í gær sem langar að vinna með okkur og leyst bara mjög vel á hann, svo er ég og Andrés að fara að hitta gítarleikara á eftir til að djamma aðeins. Núna ætla ég að fara niður í hljóðfæraverslunina Aage og kaupa eyrnatappa.
Venlig hilsen, vi ses!

1 Comments:

  • það er eins gott að vera ekki að gaspra um nein ár(hafðu það samt í huga að þegar ég verð 80, verður þú á sjötugsaldri).En ég var nú fegin að þú ert bara að fara að kaupa eyrnatappa, enda veit ég af eigin raun að þeir geta verið ómissandi nálægt sumum,kveðja úr frostinu (-13°) en þó frábærlega fallegu veðri, mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home