arnthor´s life

þriðjudagur, september 21, 2004

Svona er lífið nú

Jæja, ég fór í tvö viðtöl í dag, bæði á skrifstofum sem sjá fyrirtækjum fyrir afleysingar fólki, það gekk bara vel þegar ég loksins komst á staðinn. Ég var mættur til Århus háltíma áður en ég átti að mæta í fyrsta viðtalið og fannst ég vera nokkuð góður, sté úr rútunni og hélt af stað. Áður en ég fór var ég búinn að prenta út lítið kort til að fara eftir. Ok, ég fór rétta leið en einhvernveginn álpaðist ég til að fara framhjá staðnum sem ég átti að fara á og bara hélt áfram uppí bæ,(eða allavega langleiðina), ég hef verið kominn svona 1-1,5 km framhjá staðnum þegar ég áttaði mig í því að ég var nær því að labba til Íslands en að fara í þetta viðtal, svo ég sneri við og þá gerði ég mistök númer tvö, ég fór af götunni sem ég var á,(sem var rétta gatan), og þarna stóð ég og hringsnerist eins og hálfviti og þá aðeins í uþb. 100 metra fjarlægð frá ákvörðunarstaðnum, þar hitti ég einn hjálpsaman dana, (þeir eru það reyndar allir held ég, þó að ég bölvi þessum nú í hljóði núna), og hann benti mér að fara eitthvað útí buskann og aftur fjarlægðist ég takmarkið. Svo á endanum þá stóð þarna einn,blautur,þreyttur og svangur og spígspöraði fram og aftur, eins og 6 ára íslensk stelpa í dönskum skóla áður en hún lærir að spyrja hvort hún megi fara á klósettið, og þá fékk þessa líka snilldar hugmynd, að hringja í hana Sigrúni Thormars og spyrja hana hvernig í andsk.... ég kæmist nú á réttan stað, það tók hana 3 mínútur að koma mér þangað og viðtalið gekk vel, en til að gera langa sögu stutta þá gekk álíka vel að finna hinn staðinn nema að mér tókst að finna hann alveg sjálfur ..... á endanum!
Eftir seinna viðtalið var förinni heitið á lögreglustöðina til að fá afrit af sakavottorðinu mínu, sem er náttúrulega hreint, og veit ekki hvernig það er með ykkur hin en alltaf þegar ég fer inná lögreglustöð finnst mér eins og ég sé að fela eitthvað, en það gekk bara vel og eftir það fór ég bara heim með rútunni.
Leyfið mér aðeins að segja ykkur frá dönskum sakavottorðum, málið er að þegar þú flytur til Danaveldis þá færðu nýja kennitölu og svo þegar þú ferð með þessa nýju kennitölu á lögreglustöðina, þá er náttúrulega enginn glæpur tengdur við hana, nema náttúrulega ef þú ert alveg sérstaklega duglegur einstaklingur.
jæja, nóg í bili

2 Comments:

  • Ég þekki þessa lögreglustöðvartilfinningu, nema ég hef náttúrulega haft eitthvað að fela stundum, en ekki alltaf og tilfinningin virðist alltaf vera eins.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:53 f.h.  

  • Það er nú gott að þú færð tilfynningu fyrir hvernig Benediktu líður, ég vona að þú getir farið að spila eitthað, þú færð eflaust vinnu.Vona að allir séu hressir, kveðja mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home