arnthor´s life

þriðjudagur, október 26, 2004

Danske Sprogskolen i Følle

Loksins náði ég sambandi við yfirmanninn í málaskólanum í Følle og fékk það á hreint að ég á að byrja þar næsta mánudag. Við erum búin að kaupa eldivið og erum bara að bíða eftir honum, hann á að koma einhverntímann í þessari viku, vonandi fyrr en seinna. Það er víst dálítið þrekvirki að stafla þessu hérna inní skýlið þar sem við geymum þetta en þegar það er búið verður magnað að vera til. bless í bili