arnthor´s life

mánudagur, nóvember 08, 2004

Fréttir

Alexander byrjaði að fá þessa leiðindar óhugnanlegu krampakippi aftur, eins og hann fékk í Álaborg þar sem við hringdum í læknavaktina tvisvar og hann sagði okkur bara að vera rólegum og að þetta væri nú líklega ekkert, núna hringdum við í neyðarlínuna og þeir sendu strax bíl, reyndar komu tveir bílar þannig að hérna voru 4 sjúkraliðar, og ákváðu þeir að réttast væri að fara með hann á barnadeildina í Randers og halda honum þar í nótt til athugunar og Solla fór með. Áður en þau fóru þá sögðu þeir samt að þetta væri að öllum líkindum ekkert til að hafa áhyggjur af en öryggisins vegna væri best að fara með hann og skoða hann þar. oG hvort sem þið trúið því eða ekki þá hef ég bara samt áhyggjur og er ekkert viss um að ég sofi mikið í nótt. Meira um þetta þegar ég veit meira!

Í gleðilegri fréttum er þetta helst að frétta að ég er að fara með Andrési bróðir að hitta einhvern söngvara og textahöfund á morgun sem hefur vill fara að vinna að tónlist með okkur og þá vantar okkur bara gítarleikara. Og ég er einnig að fara á æfingu annað kvöld með einhverri danshljómsveit í Aarhus og svo var verið að hringja í mig og verið að biðja mið að koma að spila með rokkhljómsveit sem er að taka upp eigið efni í Aarhus, þannig að ef þetta gengur eftir þá verð ég upptekinn flest kvöld vikunnar í tónlist, tek samt alltaf frá 2 kvöld fyrir fjölskylduna, og get hugsanlega farið að vinna mér inn einhvern pening með tónlist, sem væri kærkomin tilbreyting.

Ég fór á fund um daginn hjá atvinnu ráðgjafa sem kemur til með að hjálpa mér að komast inná atvinnumarkaðinn hér þegar ég er búinn að vera í nokkra mánuði í dönskuskólanum, ég kem til með að byrja í starfsþjálfun í desember, líklegast í einhverskonar smíðavinnu og svo eftir áramót fer ég líklega inní eitthvað atvinnuprógramm hérna sem gengur út á að koma útlendingum í vinnu.

jæja núna er þetta komið nóg í bili og við skulum vona að Alex verði orðinn hress á eins árs afmælinu sínu, sem er á næsta fimmtudag, 11.nóv.

Bless í bili