arnthor´s life

föstudagur, nóvember 26, 2004

hvað get ég sagt, lífið heldur áfram

Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur hérna í danaveldi. Alexander er byrjaður hjá dagmömmu, var ekki alveg að fíla sig, en þetta er að koma. Það er svipað að frétta hjá öðrum fjölskyldu meðlimum. Ég er farinn að spila með 3 hljómsveitum, einu ballbandi,einu þungarokksbandi og einu poprokkbandi. Þannig að ég er að vinna tónlist 4-5 kvöld í viku. Annars er ekki mikið að frétta. Vonandi fer eitthvað fréttnæmt að gerast innan skamms annars fer ég bara að skrifa húsráð fyrir einstæða karlmenn og Guð hjálpi okkur öllum ef svo fer.