arnthor´s life

miðvikudagur, desember 01, 2004

Nú er það? Áhugavert

Ég sit hérna einn og er að velta mér uppúr minni eigin eymd og volæði, með öðrum orðum þá er ég veikur, og svo fékk ég áhugavert símatal áðan! Það var frá Önnu Siggu mágkonu minni og var hún að tjá mér það að það vissu það allir á Dalvík að við værum búin að selja húsið okkar og hún væri bara í rauninni að hringja til að fá staðfestingu á fréttinni. Jæja, ég skal friða ykkur! best sem ég veit þá er ekki búið að selja húsið og ég innilega vona að ef það verður gert þá verði ég látinn vita.
Annars er allt gott að frétta, Alexander er í fyrsta skipti í heilan dag hjá dagmömmunni nún það verður gaman að heyra hvernig það hefur farið. Svo er ég mikið að spá í hætta í þungrokkshljómsveitinni sem ég er búinn að vera að spila með, vegna þess að hún er ekki alveg að kveikja í mér. Og svo fer er ég að verða of gamall fyrir þungarokk,(sagði ég þetta? Ég trúi því varla). Jæja, best að fara að velta mér uppúr hvað ég er veikur og hvað ég á bágt. Heyrumst!

20 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home