arnthor´s life

þriðjudagur, janúar 11, 2005

LOksins hvar ertu búinn að vera?

ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á hvað það er langt síðan ég skrifaði seinast inná síðuna! Annars er allt gott að frétta, fyrir utan kannski að við eigum í einhverjum vandræðum með húseignina okkar á Dalvík. Solla fer nánar ofan í sauma á því á síðunni hennar, Smelltu hér til að líta á hana. Seinasta laugardag var fárveður um alla Danmörk og hluta Svíþjóðar og við urðu dálítið vör við það en ekkert alvarlega, rafmagnið fór út í smá tíma og hluti girðingarinnar fór í spón. Ég fór heim til eins af mönnunum sem ég er að vinna með í dag og sá að 3 tré 40-50 metra há höfðu rifnað upp frá rótum og svo hafði stór hluti þaks hjá honum farið fjandans til. Ég var á fundi með starfsráðgjafa og námráðgjafa í dag og það kom mjög vel út, og mér sýnist að þeir ætli að koma mér bæði í fastavinnu við eitthvað sem ég vil og svo var planið hjá þeim að ég færi í skóla ekki seinna en næsta haust. Eftir að fara í gegnum stóran spurningar- og útilokunnarlista stóðu nokkrar starfs- og námsgreinar upp úr: Húsgagnasmíði, Vefumsjón og húsasmíði, spennandi að sjá hvað úr því verður. Hversu erfitt er að skipta um peru? Heyrumst!

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home