arnthor´s life

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Guð er í smáatriðunum

Mitt litla seinasta blogg var kannski smá þungt og vælu-kennt, allavega var ég hálfskammaður af einum af kvennskörungunum í ættinni fyrir að vera að velta mér uppúr hvar ég yrði jarðaður. En ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, ásamt fleiru. En ég hef líka verið að mynda mér þá skoðun að allt í lífinu er þess virði að velta fyrir sér, allavega smá. Hversu oft hefur maður séð einhverja einbúa, gamalt fólk sem er hætt að vinna eða bara einfaldlega þá sem ekki eru á sömu bylgjulengd og maður sjálfur og sagt eða hugsað, "þvílíkt líf, afhverju gerir þetta lið ekki eitthvað!". Málið er ansi oft að sumir eru sáttir við að velta einhverju einu fyrir sér allt lífið og sumir eru sáttir við að lifa í lítilli öruggri veröld heima hjá sér og finna hluti þar til að velta fyrir sér. Ég notaði einu sinni 10 mínútur í að horfa á dropa renna eftir girðingarvír, ég ætlaði að segja að ég hafi eytt 10 mínútum í að horfa á dropann en málið var að ég naut þess, það var eitthvað innilega fallegt við það. Ég er náttúrulega ekki að mæla með að fólk hætti öllu sem það er að gera og fari að pæla í vatni, en stundum er bara gott að prufa að koma sér í annað hugsanamynstur og einbeita sér að einhverju sem maður myndi venjulega ekki gera.

12 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home