Enga útskýringa þörf
Jæja þá er þessu ævisöguágripi mínu lokið að sinni og ég vil þakka öllum þeim sem lögðu það á sig að lesa og svo skilja eftir smáskilaboð. Nú taka við "venjuleg" blogg.
Að þessu sinni vil ég tala geigvænlega eyðileggingu sem á sér stað út um allan heim í dag og þá er ég ekki að tala um veraldlega heldur öll ævintýrin, draumana og dulúðina sem fók útum allan heim eru að "fletta ofan af", skoða ofan í kjölinn og útskýra. Ef einhver prestur í einangruðu sveitaþorpi í venezuela segir að blætt hafi úr líkneski af Maríu eða jesú-líkneski, er send af stað sveit manna til að rannsaka það og skoða, í staðinn fyrir að leyfa fólki að trúa á þessi litlu kraftaverk, leyfa fólki að trúa að það sé eitthvað betra og meira en það sem maður sér í fréttunum eða lærir um í skólum.
Hugsið ykkur hvað allt væri miklu betra í heimi þar sem jólasveinninn væri til eða alla vega þar sem fólk myndi trúa að hann væri til. Reyndar fannst mér frekar áhugavert það sem margit Sandemo var að segja í Ísfólks bókaflokknum, að Guð hafi ekki skapað manninn, heldur maðurinn hann og það finnst mér rökrétt og einnig gerir það mér auðveldara að trúa á hann.
Meira að segja þegar við sköpum sjálf dularfulla veru eins og Batman, verður alltaf að útskýra allt, það má ekkert bara vera eins og það er afþví að það er bara svona.
Reyndar gleður það mig mjög að það sem verður aldrei hægt að sanna er tilvist jólasveinsins, þeir sem ekki trúa á hann sjá hann ekki. Núna halda sumir að ég sé endanlega búinn að flippa út, en ekki alveg, ég er bara hræddur um að töfrar séu að hverfa úr heiminum. Með útskýringum og rökræðum einum saman munum við á endanum verða ein í heiminum og þegar seinasta kertið deyr og við erum ein í myrkrinu, munum við deyja úr leiðindum.
Að þessu sinni vil ég tala geigvænlega eyðileggingu sem á sér stað út um allan heim í dag og þá er ég ekki að tala um veraldlega heldur öll ævintýrin, draumana og dulúðina sem fók útum allan heim eru að "fletta ofan af", skoða ofan í kjölinn og útskýra. Ef einhver prestur í einangruðu sveitaþorpi í venezuela segir að blætt hafi úr líkneski af Maríu eða jesú-líkneski, er send af stað sveit manna til að rannsaka það og skoða, í staðinn fyrir að leyfa fólki að trúa á þessi litlu kraftaverk, leyfa fólki að trúa að það sé eitthvað betra og meira en það sem maður sér í fréttunum eða lærir um í skólum.
Hugsið ykkur hvað allt væri miklu betra í heimi þar sem jólasveinninn væri til eða alla vega þar sem fólk myndi trúa að hann væri til. Reyndar fannst mér frekar áhugavert það sem margit Sandemo var að segja í Ísfólks bókaflokknum, að Guð hafi ekki skapað manninn, heldur maðurinn hann og það finnst mér rökrétt og einnig gerir það mér auðveldara að trúa á hann.
Meira að segja þegar við sköpum sjálf dularfulla veru eins og Batman, verður alltaf að útskýra allt, það má ekkert bara vera eins og það er afþví að það er bara svona.
Reyndar gleður það mig mjög að það sem verður aldrei hægt að sanna er tilvist jólasveinsins, þeir sem ekki trúa á hann sjá hann ekki. Núna halda sumir að ég sé endanlega búinn að flippa út, en ekki alveg, ég er bara hræddur um að töfrar séu að hverfa úr heiminum. Með útskýringum og rökræðum einum saman munum við á endanum verða ein í heiminum og þegar seinasta kertið deyr og við erum ein í myrkrinu, munum við deyja úr leiðindum.
4 Comments:
Ég sá nú reyndar nokkra jólasveina þegar ég var lítill. Ég vaknaði um miðja nótt og fór fram og sá ein fjegur eða fimm stykki vera að hengja nammi á strengina. Síðan þegar ég vaknaði aftur um morguninn mundi ég þetta eins og minningu en ekki draum. Og ég get séð þetta fyrir mér enn þann dag í dag. Hvað svo sem gerðist veit ég ekki, en ég er ekkert rosalega spenntur fyrir því að eyða tíma í að afsanna þetta.
Og síðan tel ég að það sé með öllu ómögulegt að það hafi aldrei verið til hafmeyjar. Ég meina við komum nú að fiskum upprunalega og ekkert nema rökrétt við það að það hafi orðið einhverskonar genastökkbreyting sem skildi eftir sig sporð og tálkn.
Hölli.
By Nafnlaus, at 9:17 f.h.
við erum reyndar með leyfar af tálknum, vilja sumir vísindamenn meina.
By Arnthor, at 2:54 e.h.
Sæll félagi!Viltu vera svo vænn að fara inn á mína síðu og skilja þar eftir addressið ykkar.Takks!!!Kveðjur Sæbakkagengið
By Nafnlaus, at 12:51 f.h.
Hölli ert þú ennþá að hugsa um að sofa hjá hafmeyjum, en það er erfitt að ríða konu sem vill ekki fara sundur með lappirnar. Halló Addi ertu komin í jólaskap, og hvað kosta jólabjórinn í danmörku. gott blogg hjá þér Addi , síjú vonandi næsta sumar ef við skellum okkur út þá kíkir maður í heimsókn
By Nafnlaus, at 10:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home