arnthor´s life

sunnudagur, nóvember 06, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 8

Ég held bara að ég taki Söndru á orðinu og fjalli aðeins um Jonathan Buckley.

14 Eins og ég sagði byrjaði ég i tónskóla þegar ég var á 12. aldursári. Andrés bróðir var þegar í tónskólanum að læra á hljómborð og var búinn að segja að sér líkaði mjög vel við þennan “útlending” sem var að kenna. Ég var reyndar búinn að sjá Jonathan áður, það má segja að hann hafi stungið í stúf í litla sjávarþorpinu okkar þar sem honum sást bregða fyrir í skærgulu úlpunni sinni. Ég man nú ekki eftir fyrsta deginum mínum í skólanum en annars man ég eftir nánast öllum vetrinum og það verður erfitt að finna eitthvað eitt eða tvennt til að tala um.
Það var eftir að ég kynntist Jonathan sem ég fyrst varð vitni að fordómum og skildi hvað orðið þýddi. Ég vissi alveg að Jonathan var ekki eins og fólkið í litla þorpinu okkar, þá er ég ekki að meina að hann hafi verið eitthvað vankaður í höfðinu eða annað á þeim nótum, þeir sem kannast við hann og/eða þekktu vita hvað ég er að meina.
Hann var fyrsta fullorðna manneskjan sem kom ekki fram við mig eins og smábarn og kannski var það þess vegna sem að hann hafði þessi áhrif á okkur sem héldum til í tónskólanum á þessum tíma. Mig minnir að hann hafi eingöngu verið á Fáskrúðsfirði í 3 ár en það voru líka mögnuð 3 ár, en ég held að hann hafi haft ævarandi áhrif á þá sem þekktu hann þar.
Það breikkaði töluvert hjá mér sjóndeildarhringinn að fá hann sem vin og kennara, ekki bara þann sem sneri að tónlist heldur mörgum þáttum.
Ég held að það hafi ekki verið og muni aldrei verða metið við Jonathan hve mikið hann lyfti tónskólanum upp, með t.d. að koma með nýtt kennslu efni og koma því í kring að keypt voru ný hljóðfæri og fleiri tæki til tónlistariðkunnar, ég spilaði á Fáskrúðsfirði fyrir nokkrum árum og komst þá að raun um að það sem hann keypti vara annað hvort í niðurníslu eða horfið og ekki nýtt komið í staðinn. Það finnst mér afar sorglegt og einnig greinilega vísun á að þeir sem standa þarna fyrir tónskólanum séu vanhæfir til starfsins og vill benda á að til að kaupa ný hljóðfæri fyrir tónskólann hélt Jonathan marathon tónleika með nemendum sínum til að fjármagna kaupin, svo fór hann til Englands og keypti það sem vantaði.
En á öðrum nótum eitt sinn vorum við í tónskólanum að kvöldi til, ég, Andrés bróðir, Jónas og Jonathan, og í miðju lagi sagði hann okkur að hætta og hlusta. Mikill skarkali heyrðist ofan af efri hæð hússins, eins og það væri verið að leggja allt í rúst. Þegar hávaðinn leið svo hjá kíktum við uppá loft og það sá hvergi á neinu. Tónskólinn var þá til húsa þar sem bæjarskrifstofurnar eru núna. spúkí.
Eftir að Jonathan fór svo, var ég sambandi við hann af og til en svo misstum alveg sjónar af hvor öðrum. Ég hef svo reynt seinasta eitt og hálft ár að finna hann án árangurs þar núna um daginn að ég fann hann í gegnum heimasíðu fyrir áhugaljósmyndara.
Við höfum ákveðið að hittast næsta sumar hérna í Danmörku

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home