arnthor´s life

mánudagur, maí 29, 2006

Hvað á maður að segja

Ég fékk e-mail frá samtökum um barnavernd í Afríku um áðan þar var verið biðja um stuðning vegna þess að það á að fara að skera mjög mikið niður og sumstaðar hætta barnavernd. Með þessum emaili komu svo tvær frásagnir, önnur var af 3ja ára stelpu sem var nauðgað og barinn en lifði það af svo manninum var sleppt skilorði viku seinna og er frjáls maður í dag, hin frásögnin var af 9 mánaða barni sem var nauðgað af 6 fullorðnum karlmönnum!! Mörg þúsund börn eru að deyja og eru dáin úr aids þarna eftir að hafa verið nauðgað vegna þess að margir trúa því að það sé hægt að losna við aids ef viðkomandi hefur samfarir við barn og því yngra sem barnið er, því meiri lækningarmáttur.
Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvernig sér líður eftir að hafa heyrt eða lesið svona, sorgmæddur eða eitthvað annað.
Eitt er allavega víst að þetta gerir rasistagenunum ekkert gott.
Ég er ekki að segja að ég sé kynþáttahatari, allavega ekki meira en gengur og gerist. Það er frekar að ég hef enga þolinmæði gagnvart ýmsum menningarheimum, t.d.öfga múslímum, afturhalds þriðjaheims viðbjóði, öfga kristnum, kommúnisma, flestum isma en núna er best að ég hætti áður en ég fer að hljóma eins og þeir sem ég gagnrýni.

12 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home