Línur skýrast að kvöldi dags
Það er skrýtið hvernig allt verður skýrt og klárt á kvöldin, þetta er eins og að dagarnir séu sandstormar og svo á kvöldin þá sest sandurinn og þá sér maður hvernig landslagið hefur breyst.
Það er kannski að á kvöldin þá róast maður og gefur sér tíma til að hlutina frá fleiri sjónarhornum. Á daginn upplifir maður hlutina einn af öðrum en á kvöldin sér maður heildina sem atburðir dagsins mynda.
Ég sá auglýsingu í blaði í dag þar sem var verið að auglýsa eftir bassaleikara, það er í Århus en ég ákvað að tjekka á því, þetta reyndust vera einhverjir kallar eru búnir að spila lengi og eru að stofna einhverskonar pöbbaband, ég ákvað nú að slá til og prófa, í versta falli er þetta ekki gaman og ég hætti, í besta falli er þetta gaman og ég fæ einhvern pening útúr þessu. Þeir töluðu um lög með eric clapton, queen, zeppelin,zappa í bland við popp og frumsamið. Eina sem reyndar legst eitthvað illa í mig er vegalengdin sem ég þarf að fara á æfingu en það er allt í lagi að prufa. Hvað finnst ykkur? á ég ekki að slá til?Líður ykkur ekki eins á kvöldin? m
Seinna!
Það er kannski að á kvöldin þá róast maður og gefur sér tíma til að hlutina frá fleiri sjónarhornum. Á daginn upplifir maður hlutina einn af öðrum en á kvöldin sér maður heildina sem atburðir dagsins mynda.
Ég sá auglýsingu í blaði í dag þar sem var verið að auglýsa eftir bassaleikara, það er í Århus en ég ákvað að tjekka á því, þetta reyndust vera einhverjir kallar eru búnir að spila lengi og eru að stofna einhverskonar pöbbaband, ég ákvað nú að slá til og prófa, í versta falli er þetta ekki gaman og ég hætti, í besta falli er þetta gaman og ég fæ einhvern pening útúr þessu. Þeir töluðu um lög með eric clapton, queen, zeppelin,zappa í bland við popp og frumsamið. Eina sem reyndar legst eitthvað illa í mig er vegalengdin sem ég þarf að fara á æfingu en það er allt í lagi að prufa. Hvað finnst ykkur? á ég ekki að slá til?Líður ykkur ekki eins á kvöldin? m
Seinna!
1 Comments:
Sláðu til og ef þeir fíla þig og þú þá, skaltu setja það sem skilyrði strax að allir skipti kostnaðinum á milli sín, þú ert ekkert að gera þeim meiri greiða en þér. Ég meina hvað er hljómsveit án bassaleikara?
det er dejligt ad se din hjemmeside
venlig hilsen
Hölli.
var að læra þetta á einhverri snilldar vefsíðunni...
By Nafnlaus, at 1:48 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home