arnthor´s life

föstudagur, janúar 28, 2005

Breytingar

Breytingar, sumar koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, aðrar getur séð mjakast yfir sjóndeildarhringinn með löngum fyrirvara. Breytingar geta, eins og flest verið bæði góðar og slæmar, en í flestum tilfellum fer það aðallega eftir því hvernig viðkomandi tekur á afleiðingum þessara breytinga. Fyrir mína parta eru breytingar af hinu vonda, en ég held að það sé aðallega afþví að ég er gunga og kannski líka afþví að ég er frekar gamaldags. Ég hef nú aldrei lagt mikinn trúnað á miðla, spámenn og annað slíkt, eins og fólk sem þekkir mig veit, en ég sé framá breytingar í okkar framtíð! Góðar eða slæmar á eftir að koma í ljós, en við fyrstu skoðun eru kostirnir fleiri en ókostirnir.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home