Lausnin
Eins og þeir sem mig þekkja og líka kannski þeir fáu sem hafa óvart villst hérna inn og lesið eitthvað, þá hef ég átt við töluvert þunglyndi að stríða ásamt nokkrum öðrum vægum geðröskunum, og hef í framhaldið af því verið að taka öll vandamál stór og smá og verið að byggja úr þeim óyfirstíganlegar hindranir til að setja á braut mína til bata og betri framtíðar. En núna undanfarið þá hef ég verið að reyna að temja mér lífsmáta og hugarástand til að vinna á þessum leiðindar kvillum og núna nýlega hefur mér verið að verða eitthvað ágegnt, ég hef verið að nota hina þekktu æðruleysisbæn sem 50% af íslendinum kunna frá vogi og svipuðum stofnunum. Og viti menn mér hefur liðið betur síðan ég byrjaði að minna mig á innihald þessarar bænar, ekki orð fyrir orð heldur hvað hún þýðir, og til heiðurs bæninni þá læt ég hana fylgja hér á eftir og vona að fleiri geti notið góðs af, sakar ekki að reyna.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.
Æðruleysisbænin
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina
þar á milli.
1 Comments:
Nauðsynlegt að hafa e-ð svona til að hjálpa sér í gegnum erfiðleika. Ég nota setninguna "Þetta líður líka hjá" en hún var grafin á hring Kínversk keisara sem gerði alla hluti að stórmálum. Þetta þýðir að allir erfiðleikar líða hjá og maður þarf yfirleitt ekki að þrauka nema örlítið. Og ef maður horfir um öxl og sér þá erfiðleika sem maður hefur þó lifað af þá erum við yfirleitt að kljást við einhverja smámuni :O)Kveðja, Sandra
By Nafnlaus, at 7:18 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home