arnthor´s life

miðvikudagur, mars 02, 2005

Og nú hefur ofankoman bara aukist:)

Núna er bara allt að fara í kaf,(á dönskum mælikvarða), það virðist allt fara á annan endan hérna þegar fólk blotnar í lappirnar og þetta finnst ísmaninum ógurlega í Trimmelbakken bæði þreytandi og frekar broslegt. Annars er gott að frétta, það er verið að vinna í að koma mér í praktik, sem er nokkurskonar starfsþjálfun, í tölvuvinnu við Java-forritun (sem ég þarf að læra) og svo í lagervinnu sem er líka frekar spennandi, þar sem ég byrja á að gera nýjan lager kláran og svo kem ég líklega til með að vinna á honum. Sjáum hvað setur, ég hripa nokkur orð hérna þegar ég veit eitthvað! Við fórum í berklaskoðun í dag þar sem einn af samnemendum okkar hefur greinst með berkla, en ég held að allt sé í lagi. Einn af öðrum eru ættingjar okkar og vinir farnir að panta gistingu í sumar og núna seinast frétti ég að Anna systir og Gunni séu búin að kaupa sér flugmiða. jæja heyrumst