seint skrifa sumir
en skrifa þó!
Ég veit að það er langt síðan ég hef skrifað seinast, allavega hef ég ekki verið jafnduglegur og Sólveig sem, ég held, hefur skrifað hvern dag. Við bíðum bara hérna átekta og erum að vonast til að einhver leigi húsið okkar, (eða afnvel frekar kaupi það). Það gengur allt svona þokkalega í tónlistinni erum komnir með slatta af frumsömdum lögum, en ætlum að fara að skipta um gítarleikara því þessi er ekki alveg að passa inní okkar spilastíl. Svo er ég einnig að spila með ballbandi sem hefur verið að byggja upp prógramm og gengur bara nokkuð vel. Ég er að vonast til að geta farið að spila eitthvað fyrir peninga innan skamms. Ég var að byggja litla hillu inná baðið í dag og í framhaldi af því fór ég að telja upp það sem ég hef smíðað hérna inná heimilið og það er orðinn nokkuð góður slatti og ég er nú bara nokkuð ánægður með sjálfan mig. Eins og sumir vita þá er mikið spilað hérna á heimilinu, Andrea hefur t.d. verið að spila töluvert á bassann sem við gáfum henni og núna er hún líka byrjuð að semja, ég hef reyndar verið að hjálpa henni aðeins, en hún hefur gert nánast allt sjálf og staðið sig nokkuð vel. Og svo fékk ég enn eina ástæðu til að vera stoltur af frúnni minni um daginn þegar skólastjórinn sagði yfir allan bekkinn að Solvæ, eins og hann segir nafnið hennar, sé búin að taka miklum framförum og skrifi frammúrskarandi góða dönsku. Það er örugglega margt fleira sem ég gæti sagt en ég man það bara ekki núna. Það er að vísu tvennt sem ég vill segja: Ekki prumpa í lyftu og hugaðu að bjálkanum í þínu auga áður en þú finnur að flísinni í mínu, ég veit að ég fer dálítið frjálslega með þetta en það verður bara að hafa það þetta er mitt blogg og svona er það.
Ég veit að það er langt síðan ég hef skrifað seinast, allavega hef ég ekki verið jafnduglegur og Sólveig sem, ég held, hefur skrifað hvern dag. Við bíðum bara hérna átekta og erum að vonast til að einhver leigi húsið okkar, (eða afnvel frekar kaupi það). Það gengur allt svona þokkalega í tónlistinni erum komnir með slatta af frumsömdum lögum, en ætlum að fara að skipta um gítarleikara því þessi er ekki alveg að passa inní okkar spilastíl. Svo er ég einnig að spila með ballbandi sem hefur verið að byggja upp prógramm og gengur bara nokkuð vel. Ég er að vonast til að geta farið að spila eitthvað fyrir peninga innan skamms. Ég var að byggja litla hillu inná baðið í dag og í framhaldi af því fór ég að telja upp það sem ég hef smíðað hérna inná heimilið og það er orðinn nokkuð góður slatti og ég er nú bara nokkuð ánægður með sjálfan mig. Eins og sumir vita þá er mikið spilað hérna á heimilinu, Andrea hefur t.d. verið að spila töluvert á bassann sem við gáfum henni og núna er hún líka byrjuð að semja, ég hef reyndar verið að hjálpa henni aðeins, en hún hefur gert nánast allt sjálf og staðið sig nokkuð vel. Og svo fékk ég enn eina ástæðu til að vera stoltur af frúnni minni um daginn þegar skólastjórinn sagði yfir allan bekkinn að Solvæ, eins og hann segir nafnið hennar, sé búin að taka miklum framförum og skrifi frammúrskarandi góða dönsku. Það er örugglega margt fleira sem ég gæti sagt en ég man það bara ekki núna. Það er að vísu tvennt sem ég vill segja: Ekki prumpa í lyftu og hugaðu að bjálkanum í þínu auga áður en þú finnur að flísinni í mínu, ég veit að ég fer dálítið frjálslega með þetta en það verður bara að hafa það þetta er mitt blogg og svona er það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home