arnthor´s life

sunnudagur, nóvember 12, 2006

DNA

Við höfum öll heyrt eitt og annað um dna, gen og erfðafræði, auk þess að hafa velt fyrir okkur hvað við höfum erft frá foreldrum okkar,(þ.e. hvað við getum kennt þeim um), og svo hvað hafa okkar börn fengið frá okkur. Við höfum verið að taka eftir því undanfarin ár að hún Benedikta dóttir okkar er farin að sýna ýmis tilþrif sem minna mikið á hina háöldruðu móður mína. Svo í gærkvöldi var ég að horfa á myndbandið úr giftingunni okkar og þar var mamma eitthvað að sprikla og skríkja og þarna var bara Benedikta nokkrum áratugum seinna og svo gerðist það í dag að við fórum útí búð og Benedikta hljóp inn á meðan ég og Alexander biðum í bílnum. Svo sjáum við hana koma út og opna hurðina á öðrum bíl!! Stelpan áttaði sig sem betur fer áður en eigandi bílsins kom og kom yfir í bílinn til okkar og sagði að þetta væri nú í lagi og hefði nú gerst áður. Þetta síðast nefnda atriði er eitthvað sem þau sem þekkja mömmu, þekkja vel.

Já og talandi um erfðir Anna Sigrún og pabbi, frekari lýsinga er ekki þörf.

Erfðir eru skuggalegur hlutur.

7 Comments:

  • Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með nýju vinnuna. Var að hlusta á fréttir í morgun þar sem var verið að tala um dna og erfðarmál í Noregi. Þar treystir engin orðið því að þeir eigi réttu foreldrana, börnin, bróðir eða sistir. Eins og þú er ég og minn maður algjörlega laus við að hafa áhyggjur af því hvort ég hafi gamnað mér með einhverjum öðrum en Kidda eða að mistök hafi gerst á spítalanum og við fengið rangt barn í hendurnar. Þeir bræður eru algjörlega eins og pabbi sinn annar í útliti og hinn að upplagi. Hlakka til að lesa nærsta blogg hjá þér. Kv J.Þ.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:02 f.h.  

  • Blessaður Addi og til hamingju með nýju vinnuna.
    Það er mesti munur að þurfa ekki að ferðast niður í Arhus.
    þetta með erfðirnar á sér sterkari rætur en þú heldur varðandi bílarugling því Amma þín á Ísa.fór eitt sinn inn í rangan bíl, henni brá svo mikið þegar hún uppgötvaði það að hún læsti sig inni og komst ekki út.
    Svo að nú bíðum við bara róleg þangað til við fáum svipaðar fregnir af þér.

    Besta kveðja til Sollu og krakkana.
    Óli

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:19 e.h.  

  • hahahahah óli ég hló svo mikið þegar ég las þetta um ömmu að það komu tár!! Ekki skrítið með Bennu fyrst þetta kemur úr báðum ættum! Annars verð ég að segja að mér finnst ég líkjast mömmu meira og meira, ekki kannski í útliti en persónuleika.. því fylgir reyndar dálítill vitleysisgangur en það er allt í lagi, bara gaman að því!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:11 e.h.  

  • Fyndið. Nú hef ég nokkrum sinnum lesið þetta blogg hjá þér og það sem er ennþá fyndnara er að ég er að uppgötva að ég þekki þína fjölskyldu ekki alveg eins vel og ég hélt. Hvenær fluttir þú annars til Dalvíkur? 1993? En annars hef ég aðeins hitt á mömmu þína nokkrum sinnum eftir það og komist að því að hún er allt öðru vísi en ég hafði kynnst henni fyrr. Og svo núna í ár hitti ég Önnu Sigrúnu aðeins og ég náttúrulega hafði bara kynnst henni sem krakka svo hún kom skemmtilega á óvært. En annars er DNA bara snilld. Ég vildi óska að við finndum afa hennar Ragnhildar fljótlega. Kv. SAndra.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:38 f.h.  

  • Sandra; við fluttum norður 1992 til ólafsfjarðar, Arnþór flutti svo til Dalvíkur 1997.
    En það sem mig langar að vita er: frá hverjum hef ég klaufaskapinn?? Ég sver það, ég geri ekki venjulega hluti án þess að slasa mig! Fór í bíó fyrir viku og kom þaðan út haltrandi og haltra pínu ennþá!! Datt svona skemmtilega á leiðinni í bílinn og fékk svaka sár á hnéð.. tek það fram að sárið og marið eftir að ég datt af hestbaki um daginn var EKKI horfið!! Fór svo í vinnuna á mánudaginn og mar og bólgu á kinnbeinið fyrir það :) Náði að reka einhverja járnstöng í andlitið á mér... Svo bara labba ég stundum á hluti, eins og ég taki ekki eftir því sem er í kringum mig! Hvaðan hef ég þetta?

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:06 e.h.  

  • Anna mín gleymir þú ekki bara stundum að þú þarft líka beygja þig þó að það gerist nú ekki á hverjum degi. Og svo er nú þessi fjölskylda þannig úr garði gerð að við hrösum um það sem aðrir stíga á.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:51 f.h.  

  • By Blogger Unknown, at 2:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home