arnthor´s life

miðvikudagur, september 22, 2004

Fyrst var myrkur og svo var kaffið tilbúið

Maður er farinn að standa sig að því, þegar ég fer að sofa að vera farinn að hlakka til að fá mér fyrsta kaffibollann morgunin eftir og ef ég sé frammá að fá mér expresso svo ég tali ekki um tvöfaldan expresso, þá liggur við að limur harðni af einskærri eftir væntingu.Ég var að klára fyrsta kaffibollann og hann var allt sem ég vonaði, gaf mér ofurkrafta sem gerðu mér kleift að rísa úr rekkju, klæðast með stæl og taka mér fyrir hendur, (eða fætur), hið erfiða ferðalag yfir stofuna að tölvunni sem var búinn að vera að hæðast að mér í allann morgunn, úr svörtum skjánum las ég losta, háð og fyrirlitningu en nú, er ég er búinn að ná fyrri kröftum hefur hæðnin vikið fyrir gleði, fyrirlitningin fyrir gagnkvæmri virðingu og lostinn fyrir ást."Halló!", segi ég og á móti spilar hún fyrir mig hið vinalega og gamalkunna opnunnarstef windows-stýrikerfisins, "aha", hugsa ég, "svona hefur Guð þá liðið á meðan heimurinn var að lifna við!", nema ætli hann hafi nokkuð fengið svona flott opnunnarstef.Ég er að spá í að fara í MultiMedia nám niðri í Århus eftir áramót, aðallega af því að ég nenni ekki að vinna, nei svona má maður ekki segja. Þetta er bara nám sem ég hef mikinn áhuga á, því ég held að það sé áhugavert að vinna við þetta. Hvað finnst ykkur?Á ég að fara í nám eða bara taka í sátt að ég sé ómenntaður auli með hor og slef?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home