arnthor´s life

miðvikudagur, september 22, 2004

Jeg snakke godt dansk

Allavega sagði félagsmálafulltrúinn okkar það, og ég er bara nokkuð sáttur við það sjálfur og finnst mér ég vera litl' klári. (litl' = dalvíska, sem ég nenni ekki að útskýra). Við vorum á fundi hjá henni í dag, sem gekk bara vel.
Svo fór ég í Ungdomsskolen í kvöld, sem er nokkurskonar félagsheimili fyrir skólann sem Andrea gengur í, en konan sem er yfir þar var búin að bjóða mér hlutastarf þegar ég er búinn að ná dönskunni betur, og þangað til þá má ég koma þarna eins og ég vil til að læra dönsku, bæði í auka tíma fyrir útlendinga og einnig bara með því að vera að spjalla við krakkana. Íslensk félagsmála- og skólayfirvöld gætu lært ýmislegt hérna, það er ótrúlegt sem er gert með og fyrir krakkana hér, þið getið skoðað þetta á heimasíðunni þeirra www.rusk.dk .
Ég er að spá í að fara að halla mér bráðum og langar til að fá mér eitthvað að drekka fyrst, það kemur bara tvennt til greina: Bjór eða kaffi.
Kaffi: Ég verð of hyper og sofna ekki fyrr en seint og síðar meir.
Bjór: ok, ég verð þreyttur en ég vakna eldsnemma alveg í spreng,(ég er ekki með partíblöðru).
Hvað á ég að gera?
Guð er ekki réttlátur að láta saklausan mann þurfa að velja og hafna á þennan máta.
Og já, áður en ég gleymi því! Ég er kominn með .tk veffang það er : www.myarnthor.tk , það er reyndar bara þessi síða en samt frekar svalt, óje. Solla er einnig byrjuð að blogga, ég held að hún sé meira að segja búin að skrifa eitt. Bloggið hennar er www.sollam.blogspot.com og ef þið viljið lesa blogg frá vinum mínum, þá bendi ég á www.sweepy.tk og www.hollivals.tk eðalnáungar.
nóg í bili.

2 Comments:

  • Ekki hika við að vinna með unglingum, þú finnur ekki skemmtilegra samstarfsfólk. Þú veist hvernig fólk á "okkar aldri" á það til að staðna í þroska um leið og það fattar hvað lífið snýst um. Engar svona áhyggjur þar, bara leikur og gleði oooog þú færð borgað fyrir það.
    Varðandi bjór eða kaffi, þá mæli ég með því að þú fáir þér bara hálfan af hvoru og blandir því saman og hellir því hratt ofan í þig á meðan að þú heldur fyrir nefið. Og ef þig langar að vita hvað það kallast að blanda saman örvandi og róandi á ólöglegan hátt, þá kallast það að krossa. Þekki það ekki af eigin raun en sögurnar segja mér að það sé ekki eins sniðugt í framkvæmd og hugmynd.
    Hugmyndin er klár.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:54 e.h.  

  • By Blogger yanmaneee, at 12:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home