arnthor´s life

mánudagur, október 25, 2004

Mikið var

já ég veit, ég gleymdi mér aðeins og hef því ekki bloggað neitt í nokkra daga. Ég fór á seinasta föstudag og keypti mér nokkur verkfæri, og á eftir að gera dálítið af því, og pantaði mér timbur og er núna búinn að smíða þessa líka flottu hillusamstæðu. Næsta verk er að smíða annað hvort hjónarúm eða skenk í stofuna, ég er alveg að finna mig í þessu, spurning hvort maður fari bara ekki að læra smiðinn eða bara húsgagnasmíði.
Er búinn að vera að skoða betur þetta nám sem ég ætlaði að fara í og er ekki alveg viss um að það henti mér nógu vel, en það ætti ekki að vera vandamál þar sem það er hægt að læra nokkurnveginn hvað sem er hérna. Jæja, það er verið að kalla á mig í mat. peace out!