arnthor´s life

miðvikudagur, september 29, 2004

Að færast úr stað er ....einkennilegt

Núna er ég að verða búinn að búa í Danmörku í mánuð og þetta er ennþá frekar óraunverulegt, sérstaklega ef ég, t.d. er sð skoða kort af heiminum og horfi á evrópu og sé Ísland og svo danaveldi, og hugsa, "Ég er hér!". Og líka að hugsa til þess að bæði ég og Solla séum líklegast að fara í skóla eftir áramót og þangað til verðum við að öllum líkindum bara að læra dönsku, hversu magnað er það. Andrés er núna að vinna hörðum höndum að finna æfingahúsnæði í aarhus og þar í kring, og ég býst við að vera farinn að spila eitthvað innan skamms. Fór um daginn niður í aarhus og fór að þræða hljóðfæraverslanirnar og það var alveg magnað, prófaði marga góða bassa og var boðið að kaupa einn Warwick á hálfvirði, langaði mikið til en get það ekki núna,helv.....!
Og svo get ég bent fólki á, sem vill vita hvernig maður ég er, að kíkja á heimasíðuna hennar Miru mágkonu minnar og fara þar í vinir & vandamenn, þar sjáið þið nákvæmlega hvaða mann ég hef að geyma. jæja, verð að fara að kveikja uppí kaminunni, bið að heilsa mömmu!