arnthor´s life

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Góða nótt

Ég meldaði mig nú bara inn til að segja góða nótt en fyrst að ég er kominn! Ég er farinn að vinna meira í tónlist og þá aðallega frumsömdu efni og verð að spila með 2 hljómsveitum hérna og svo hittumst ég og einn söngvari hérna einu sinni til tvisvar í viku til að vinna að frumsömdu efni. Það gengur allt vel í skólanum ég held að okkur gangi öllum bara nokkuð vel, annars þorir maður ekkert að vera að fullyrða það. Við ætlum að fara að láta iðnaðarmenn fara að vinna eitthvað í húsinu á Dalvík, út af leka og svo nokkur önnur smáatriði. Það er reyndar planið okkar, að ef við getum ekki selt húsið ætlum við bara að halda áfram að leigja það út og halda áfram að gera við það sem er að og bæta við. Annars er það til sölu ef þú vilt kaupa það! Það sem ég veit bara að mig og Sollu langar ekki heim, ekki eftir að hafa fengið smjörþefinn af möguleikunum sem bjóðast hér bæði í menntun og starfi. Eins og venjulega þá tók missti ég mig, kom bara til að segja góða nótt og er kominn með sinaskeiðabólgu. jæja góða nótt, ekkert stress og bless! (Hemmi er lang bestur)