Allt verður ekkert
Hefur það ekki komið fyrir ykkur að ykkur langar að gera svo margt, og það stendur svo margt til boða, að það endar með því að maður gerir ekki neitt.
Ég hef dálítið sterkt á tilfinningunni að þessi dagur verði svoleiðis, ég hef að vísu verið að forrita í allan morgunn svo það er ekki eins og ég hafi ekki verið að gera neitt.
Það sem maður verður að gera á svona dögum, er að rífa sig uppá rasshárunum og velja sér eitthvað að gera.
Listi yfir hluti til að gera:
Ég hef dálítið sterkt á tilfinningunni að þessi dagur verði svoleiðis, ég hef að vísu verið að forrita í allan morgunn svo það er ekki eins og ég hafi ekki verið að gera neitt.
Það sem maður verður að gera á svona dögum, er að rífa sig uppá rasshárunum og velja sér eitthvað að gera.
Listi yfir hluti til að gera:
- Gera ekkert.
- Fara á eftir og hlusta á unglinga hljómsveit.
- Klára að forrita síðuna sem ég hef verið að vinna í.
- Taka til.
- Fara til Rønde og versla í matinn.
Allt þetta kemur sterklega til greina, samt vonandi ekki þetta efsta.
Áðan var ég uppgötva jazz-klúbb niðri í Århus sem er alltaf með djamm session á föstudögum klukkan 16.00, og það er þar með sett á dagskrá fyrir næsta föstudag.
heyrumst!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home