arnthor´s life

fimmtudagur, mars 17, 2005

Það er stundum bara svona

Ég ætla byrja á að biðjast velvirðingar á að hafa ekki skrifað neitt hérna lengi, en það er bara stundum, þó að eitthvað sé að gerast hjá manni, sem maður á bara ekki orð til að lýsa viðkomandi manneskju, atburði eða hlut. Ok, núna hugsa kannski margir að þeir hefðu ekki haldið að sá dagur myndi koma að ég ætti ekki orð, en þá er ég náttúrulega að meina að stundum á ég engin prent- og/eða birtingarhæf orð til að lýsa viðkomandi manneskju, atburði eða hlut.
Mig langar til að þakka mömmu og pabba fyrir að hafa haft fyrir því að klambra saman Önnu systir minni, það er að koma alltaf betur í ljós að hún er ekkert skítmix og virkar svona líka vel.
Ég var að lesa viðtal við Björk Guðmudnsdóttir, þar sem hún sagði að aðalvandamálið í heiminum væru trúarbrögð og ég er næstum sammála, ég myndi setja trúarbrögð í 2. sæti, í fyrsta sæti myndi ég setja fólk. Stundum fæ ég bara uppí kok af fólki, það eru bara svo margir sem eru bara einfaldlega ekki að virka.
Mig langar líka til Diddu og Kristjáni fyrir að hafa lánað okkur bílinn á meðan þau eru á Íslandi, fínt að fá að prufa að keyra hérna. Við erum að fara í 10 daga páskafrí á morgun, frá skólanum, en ég held að ég reyni að fá leyfi til að nota tréverkstæðið í skólanum, það er fínt að fá að dunda þar einn.
VIð erum að fara í veislu með fólkinu sem ég er að spila með næsta miðvikudag og ég er farinn að hlakka til. Og til þeirra sem eiga það: ég treysti á þig!
Þangað til næst!

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home