arnthor´s life

sunnudagur, október 23, 2005

Nokkur orð

Það eru nú ekki margir sem kommenta hérna á þessari síðu, ekki það að ég sé ekki ánægður með þá fáu sem gera það. En það sem yljar manni sérstaklega um hjartaræturnar er þegar fólk sem maður hefur ekki séð eða heyrt í lengi villist hérna inn og þá á ég við "gamla" skólafélaga, ættingja og vina.
Annars er allt gott að frétta er að byrja í nýju starfi 1. nóv. á leikfangalagernum hjá DSG.
Það er allt gott að segja af tónlistinni lögin eru öll að koma til og alltaf ný að bætast við. Ég spilaði á velheppnuðum tónleikum með Randalin um daginn og er að vonast eftir að þær góðu viðtökur sem við fengum verði til þess að við förum að spila meira. Við erum að fara að taka upp demo í nóv-des, með lars, ég Andrés og Hölli, og erum enn að leita að nafni og þið megið alveg koma með hugmydir í þá veruna.
EF þið fengjuð tækifæri á að lifa lífi ykkar aftur á hvaða aldri mynduð þið byrja? Persónulega held ég að ég myndi byrja 11 ára, ég held að frá 11 og uppúr hafi verið mikið breytinga og uppbyggingarskeið í mínu lífi og ég myndi gjarnan vilja fara í gegnum það með þá vitneskju sem ég hef í dag.

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home