arnthor´s life

föstudagur, október 14, 2005

Hvar er heiðurinn

Ég var að horfa á hina annars ágætu kvikmynd, "The last samurai" með Tom Cruise og á meðan ég var að renna henni í gegn fór að myndast hugmynd í einvhersstaðar djúpt í iðrum heilans. Það sem ég fór að velta fyrir mér er: Hvar allur heiður hjá mannkyninu smátt og smátt eftir því sem verkfæri okkur, vopn og annað fór að vera fullkomnara og tæknilegra og fór í framhaldi af því að krefjast minna af okkur í notkun þeirra. Ég fór ,t.d. að hugsa um þessa Samuraia, sem komu fram við aðra af virðingu, með virðingu, jafnvel þá sem þeir voru að berjast við. Ég held að ef einhverstaðar er til sagnaritari sem skrifar sögu heimsins, mun kaflinn um seinasta árþúsund kallast, Hnignun virðingar og dauði heiðurs.
Og svo þegar maður fer að hugsa um hvernig nýi heimurinn hefur keppst við að traðka hinn gamla til dauða, getur maður lítið annað en næstum skammast sín fyrir hvernig "mitt fólk" hefur í gegnum tíðina drepið hvern menningar heiminn á fætur öðrum í nafni trúarinnar, "frelsis" eða bara þá hinir heiðarlegu sem gera það í nafni græðginar.
Náttúrulega, þegar maður kemst í þennan þankagang, langar mig að gera eitthvað í þessu, koma okkur á hinn mjóa veg dygðarinnar og kenna hvað er rétt. En auðvitað veit ég eins og aðrir að við erum of forfallin og langt leidd til að breytast, hversu mikið sem við viljum það. Eða kannski þurfum við að fá nýjan spámann sem mun sameina og leiða mannkynið inní nýtt árþúsund, þar sem hæfileg blanda hins gamla og nýja mun að endingu gera okkur kleift að vaxa sem manneskjur og lifa af.

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home