Þá er komið að helv... klukkinu
Furðulegar staðreyndir um mig.
1. Ef það eru 2 eins hlutir á borði get ég ekki tekið einn og skilið hinn eftir, ég verð að taka báða eða skilja þá báða eftir.
2. Öfugt við það sem margir halda, þá er ég mjög feiminn og á erfitt að vera innan um mikið af fólki sem ég þekki ekki.
3. Ég er nokkuð smeykur við íslenska hestinn, enda er þetta forljót og illainnrætt skepna og ef einhver er ósammála því, nú þá er það bara óviti.
4. Ég söngla allan daginn, Óskar stjúpi segir að það sé mjög vinalegt í fjósinu á morgnana en samnemendur mínir í dönskuskólanum hér voru alveg vissir að það væri eitthvað mikið sem skorti í toppstykkið.
5. Þrátt fyrir að ég sé búinn að spila tónlist síðan ég var 12 ára, þá hef ég alveg stórmerkilegt taktskyn sem byggist allsekki á því sem aðrir vilja meina að sé rétt og svo hef ég nánast enga þekkingu á tónfræði, einfaldlega afþví að styðja mig við mína tilfinningu fyrir tónlist hefur þjónað mér vel og eins og ég segi alltaf: "ég bara veit hvernig tónlist á að hljóma!"
þarna hefurðu það Anna og ég ætla bara að klukka Hölla, aðallega afþví að hann er furðulegur og svo finnst mér svona keðjubréf viðurstyggileg.
1. Ef það eru 2 eins hlutir á borði get ég ekki tekið einn og skilið hinn eftir, ég verð að taka báða eða skilja þá báða eftir.
2. Öfugt við það sem margir halda, þá er ég mjög feiminn og á erfitt að vera innan um mikið af fólki sem ég þekki ekki.
3. Ég er nokkuð smeykur við íslenska hestinn, enda er þetta forljót og illainnrætt skepna og ef einhver er ósammála því, nú þá er það bara óviti.
4. Ég söngla allan daginn, Óskar stjúpi segir að það sé mjög vinalegt í fjósinu á morgnana en samnemendur mínir í dönskuskólanum hér voru alveg vissir að það væri eitthvað mikið sem skorti í toppstykkið.
5. Þrátt fyrir að ég sé búinn að spila tónlist síðan ég var 12 ára, þá hef ég alveg stórmerkilegt taktskyn sem byggist allsekki á því sem aðrir vilja meina að sé rétt og svo hef ég nánast enga þekkingu á tónfræði, einfaldlega afþví að styðja mig við mína tilfinningu fyrir tónlist hefur þjónað mér vel og eins og ég segi alltaf: "ég bara veit hvernig tónlist á að hljóma!"
þarna hefurðu það Anna og ég ætla bara að klukka Hölla, aðallega afþví að hann er furðulegur og svo finnst mér svona keðjubréf viðurstyggileg.
3 Comments:
Hver er adal astædan fyrir thvi ad thu ert hræddur vid islenska hestinn? Eitthvad tengt liffærafrædi ef eg man rett.
Hølli.
By Nafnlaus, at 2:22 f.h.
Mér finnst hestar mjög góðir á diskinum með kartöflustöppu:)
By Nafnlaus, at 2:56 e.h.
Blessaður Addi;) Ég verð að játa að ég sakna þín og Sollu... Frábært að þið hafið það gott í Danaveldi en.... Ekki segja fleirum frá þirðju geirunni... þetta átti nú að vera bara okkar á milli ehemm;)
By Nafnlaus, at 4:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home