Miklar annir
Þetta kemur til með að verða frekar annasöm vika hjá mér að öllum líkindum, í dag, mánudag, er ég að vinna allan daginn og svo er æfing hjá Randalin, sem er hljómsveit sem ég er búinn að vera að spila með niðri í Aarhus í dálítinn tíma, og svo á morgun er ég að fara í starfsviðtal starx eftir vinnu, að því ógleymdu að Kristófer á 12 ára afmæli, svo á miðvikudaginn byrja ég að að vinna allan daginn og svo förum ég í að flytja inní nýtt æfingarhúsnæði með Andrési, Hölla og Lars og æfum svo smá býst ég við og svo um kvöldið erum við í Vampiros að fara að spila á okkar fyrstu spuna-tónleikum nokkur ár og fyrstu einnig í Danmörku. Enn sem komið er ekki búið að ráðstafa fimmtu- né föstudeginum en svo á laugardag verður fyrsta alvöru æfingin hjá okkur í nýja húsnæðinu og svo á sunnudaginn verður æfing hjá Vampiros.
Að því ógleymdu að jens ætlar að koma með bílinn til okkar í vikunni.
Þannig að það er mikið að gerast.
Að því ógleymdu að jens ætlar að koma með bílinn til okkar í vikunni.
Þannig að það er mikið að gerast.
4 Comments:
geðveikt stuð á þínum bæ!!!! ég hinsvegar mun bara liggja í leti þessa viku... allaveg eins og er (gæti fengið afl. bra núna) allavega gangi þér (ykkur) vel að spila ogskilaðu kveðju til allra áa hjemmilinu =)
*Adda*
By Nafnlaus, at 11:35 f.h.
já gangi ykkur vel að spila, hringi seinna í dag til að heyra í Kristófer. Vona líka að bíllinn reynist ykkur vel :)
By Nafnlaus, at 3:49 f.h.
þú hefur verið klukkaður, lestu um það á síðunni minni
By Nafnlaus, at 5:28 f.h.
Mig langaði geðveikt að kíkja á miðvikudaginn, en maður er svo ómissandi manneskja að ekki var það hægt. Sé ykkur seinna þegar ég er ekki alveg svona ómissandi... kveðja í bæinn og til hamingju með bílinn.
By Nafnlaus, at 2:29 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home