óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt
Ég var að hugsa um líf mitt og fann út að ég man þetta eitthvað svipað og ég man eftir bíómyndum, það er stundum eins og ég hafi ekki verið þarna en var það samt. Þannig að ég fór að pæla aðeins meira í þessu og það sem fer hérna á eftir er úttekt á mínu lífi, sumt í framhaldsmyndaformi.
1. Fyrir 6 ára aldurinn man ég ekki mjög mikið, það er meira eins og að í viti að ég var þarna og gerði þetta ogsfrv. Ég man eftir þegar ég bjó í sandgerði, húsinu á Fáskrúðsfirði ekki bænum, ég man eftir 0 bekk eina bekknum sem ég skaraði frammúr í stærðfræði, við vorum alltaf að henda leir í hurðina og gerðum kennarann brjálaðann good times. Allt sem ég man úr 0 bekk er of mikið til að tíunda það allt hér, en ég læt það fljóta með að ég man þegar Adda Kjartans var skotin í mér og góðvinur minn Elmar hrinti henni frammaf vegkanti fyrir vikið.
Ég gæti skrifað heila bók um Grunnskólann á Fásk, geri það kannski bara ekki hér.
2. Ég var 11 ára þegar allt breyttist, þá kom Elmar vinur minn með annan með sér, sem reyndist svo vera Jónas Friðrik, og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera með þeima í hljómsveit og spila á bassa! Ég man meira að segja hvar þetta var, efst í Borgarstígnum. Fyrst þurftu þeir náttúrulega að sýna mér bassa þar sem ég vissi ekki einu sinni hvernig svoleiðis verkfæri litu út. Með þeim spilaði ég í nokkur ár og svo hætti Elmar og þá tók Andrés bróðir við trommunum í nokkur ár, eða þar til við fluttum til Ólafsfjarðar.
Eins og ég sagði þá breyttist allt þegar ég byrjaði í tónlist, loksins hafði ég fundið eitthvað sem átti við mig, hinir strákarnir höfðu fótbolta. svo vorið áður en ég varð 12 ára byrjaði ég tónskóla til að læra að spila og ég vil meina að ég hefði ekki getað verið heppnari með kennara, Jonathan Buckley, ungan englending nýsloppinn úr tónlistarháskóla. Í Jonathan eignaðist é ekki bara kennara og læriföður í tónlist heldur einnig góðan vin, sem ég syrgi mikið að hafa misst sambandið við. Ég nota ennþann dag í dag ráð og trix frá honum þegar ég er að vinna tónlist.
3. Ef það væri eitthvað eitt sem ég ætti að nefna sem alhliða áhrifavald í mínu lífi, myndi ég segja að það væru Amma mín og Afi í Litla-Haga. Það er erfitt að koma í orð hversu miklu máli þau skiptu mig og hvað þau kenndu mér mikið. Sumum finnst það kannski skrítið en það sem mér finnst eitt það mikilvægasta sem ég lærði hjá Afa var að skammast mín ekki fyrir tilfinningar og sýna þær, ef afi var reiður, nú þá var hann reiður og reyndi ekkert að breiða yfir það og eins ef hann var glaður, gat maður séð það úr mílufjarlægð. Hjá houm lærði ég einnig að dreyma og nota hið mikla ímyndunarafl sem ég vill meina að ég hafi fengið í arf frá honum.
Ég ber hans nafn og ber það með stolti og vonast bara til að geta verið, þó að það væri ekki nema helmingur af þeim manni sem ég upplifði hann til að vera.
Þetta flækist þegar það kemur að ömmu og það er ekki afþví að það er á svo litlu að taka, það er frekar að það sé erfitt að velja eitthvað eitt. Við getum byrjað á því hversdagslega, hún kenndi mér að lesa, skrifa, telja, baka, sauma krosssaum, raula, spila olsen-olsen ogsfrv. og talansi um góðan kennara hún var búin að kenna mér að lesa, skrifa og telja löngu áður en ég byrjaði í skóla. En það mikilvægasta sem ég lærði ömmu held ég að sé allt það góða sem ég geri.
Ef eitthvað eitt orð myndi lýsa hversu mikið ég elska og sakna þeirra, væri það svo kraftmikið að það myndi heyrast um allan heim þó að það væri hvíslað.
Jæja þarna fóru úrdrættir úr fyrstu 3 köflunum í mínu lífi. Endilega gagnrýnið þetta og ef þið viljið meira stillið bara aftur á þessa stöð, því næstu kaflar koma inna skamms.
1. Fyrir 6 ára aldurinn man ég ekki mjög mikið, það er meira eins og að í viti að ég var þarna og gerði þetta ogsfrv. Ég man eftir þegar ég bjó í sandgerði, húsinu á Fáskrúðsfirði ekki bænum, ég man eftir 0 bekk eina bekknum sem ég skaraði frammúr í stærðfræði, við vorum alltaf að henda leir í hurðina og gerðum kennarann brjálaðann good times. Allt sem ég man úr 0 bekk er of mikið til að tíunda það allt hér, en ég læt það fljóta með að ég man þegar Adda Kjartans var skotin í mér og góðvinur minn Elmar hrinti henni frammaf vegkanti fyrir vikið.
Ég gæti skrifað heila bók um Grunnskólann á Fásk, geri það kannski bara ekki hér.
2. Ég var 11 ára þegar allt breyttist, þá kom Elmar vinur minn með annan með sér, sem reyndist svo vera Jónas Friðrik, og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera með þeima í hljómsveit og spila á bassa! Ég man meira að segja hvar þetta var, efst í Borgarstígnum. Fyrst þurftu þeir náttúrulega að sýna mér bassa þar sem ég vissi ekki einu sinni hvernig svoleiðis verkfæri litu út. Með þeim spilaði ég í nokkur ár og svo hætti Elmar og þá tók Andrés bróðir við trommunum í nokkur ár, eða þar til við fluttum til Ólafsfjarðar.
Eins og ég sagði þá breyttist allt þegar ég byrjaði í tónlist, loksins hafði ég fundið eitthvað sem átti við mig, hinir strákarnir höfðu fótbolta. svo vorið áður en ég varð 12 ára byrjaði ég tónskóla til að læra að spila og ég vil meina að ég hefði ekki getað verið heppnari með kennara, Jonathan Buckley, ungan englending nýsloppinn úr tónlistarháskóla. Í Jonathan eignaðist é ekki bara kennara og læriföður í tónlist heldur einnig góðan vin, sem ég syrgi mikið að hafa misst sambandið við. Ég nota ennþann dag í dag ráð og trix frá honum þegar ég er að vinna tónlist.
3. Ef það væri eitthvað eitt sem ég ætti að nefna sem alhliða áhrifavald í mínu lífi, myndi ég segja að það væru Amma mín og Afi í Litla-Haga. Það er erfitt að koma í orð hversu miklu máli þau skiptu mig og hvað þau kenndu mér mikið. Sumum finnst það kannski skrítið en það sem mér finnst eitt það mikilvægasta sem ég lærði hjá Afa var að skammast mín ekki fyrir tilfinningar og sýna þær, ef afi var reiður, nú þá var hann reiður og reyndi ekkert að breiða yfir það og eins ef hann var glaður, gat maður séð það úr mílufjarlægð. Hjá houm lærði ég einnig að dreyma og nota hið mikla ímyndunarafl sem ég vill meina að ég hafi fengið í arf frá honum.
Ég ber hans nafn og ber það með stolti og vonast bara til að geta verið, þó að það væri ekki nema helmingur af þeim manni sem ég upplifði hann til að vera.
Þetta flækist þegar það kemur að ömmu og það er ekki afþví að það er á svo litlu að taka, það er frekar að það sé erfitt að velja eitthvað eitt. Við getum byrjað á því hversdagslega, hún kenndi mér að lesa, skrifa, telja, baka, sauma krosssaum, raula, spila olsen-olsen ogsfrv. og talansi um góðan kennara hún var búin að kenna mér að lesa, skrifa og telja löngu áður en ég byrjaði í skóla. En það mikilvægasta sem ég lærði ömmu held ég að sé allt það góða sem ég geri.
Ef eitthvað eitt orð myndi lýsa hversu mikið ég elska og sakna þeirra, væri það svo kraftmikið að það myndi heyrast um allan heim þó að það væri hvíslað.
Jæja þarna fóru úrdrættir úr fyrstu 3 köflunum í mínu lífi. Endilega gagnrýnið þetta og ef þið viljið meira stillið bara aftur á þessa stöð, því næstu kaflar koma inna skamms.
11 Comments:
Ég man eftir þér og Elmar standandi fyrir utan gluggann hjá mér eftir að þið fylgduð mér heim. Vorkun ykkar lak af ykkur að ég ætti svon stranga foreldra. Í minningunni töluðum við saman í glugganum í fleiri klukkutíma þó raunverulega hafi það verið skemur. Þetta var í kringum 12 ára held ég eða hvað!!!
By Nafnlaus, at 2:54 f.h.
Ég held að þetta sé nokkuð rétt, ég held að við öll í fjölskyldunni hugsum svona um mömmu, pabbi var ekki allra, en þú vissir alltaf hvar þú hafðir hann, það höfum við frá honum.Kveðja mamma
By Nafnlaus, at 3:54 f.h.
Mér finnst bara fínt að hann var ekki allra, þá er meira eftir handa mér.
By Arnthor, at 4:13 f.h.
Hey, ég veit ekki hvað ég á að segja... hvað segir maður????
By Nafnlaus, at 8:18 f.h.
Það veit aldrei nokkur kjaftur um hvað þú ert að tala, Aníta
By Arnthor, at 2:11 e.h.
Ég var einmitt að hugsa um ykkur afa þinn um daginn. Hvað þið gátuð rifist. Mér finnst líka svo dásamlegt hvað fjölskyldan þín er ekkert að breiða yfir tilfinningarnar, ef þið eruð reið þá eruð þið reið og öfugt. Þið eruð heldur ekkert að læðast í kringum hlutina til að særa ekki fólk. Þið bara segið það sem þið meinið. Ég vildi gjarnan fá sent aftur lagið um vini þína. Ég fékk það í einhverju formati sem ég get ekki notað, mp3 væri fínt. Hitt er mjög fínt, og bara fínn söngvari sem er þarna. Þykir leiðinlegt að hafa ekki komið í síðustu viku, ert þú ekki í fríi núna??? Láttu heyra í þér, Skypið er nánast alltaf opið.
By Nafnlaus, at 12:16 f.h.
Mér finnst þú eitthvað svo svakalega þroskaður ,kannski er svona langt síðan ég hitti þig síðast Kveðja Andrea frænka
By Nafnlaus, at 7:47 f.h.
Maður er alltaf á báðum áttum þegar fólk er að undrast á hvað maður er þroskaður, sem gerist oft hjá mér þessa dagana. En það mætti ekki seinna vera fyrst ég er nú kominn á fertugs aldurinn. En takk Adda, ...held ég
By Arnthor, at 12:06 e.h.
Sæll Frændi!´
Ég man aðeins eftir þér þegar þú varst pínulítill patti og þá helst þegar þú grenjaðir eins og stunginn grís af því að þú áttir að fara að sofa og eina leiðin til þess að þagga niður í þér var að gelta, hneggja, jarma, mjálma og gagga eins og hæna. Ég var að átta mig á því núna að það er þér að þakka hvað ég er góð í að gefa frá mér dýrahljóð.Takk fyrir það. kveðja Olla frænka
By Nafnlaus, at 12:36 e.h.
þegar ég vafraði inn á bloggið þitt kæri bekkjarfélagi ;o) hugurinn flaug aftur í tíman alveg frábærir tímar svona í minninguni. þann 14 maí 2009 eigum við stór afmæli eða 20 ár. you know. þá verðum við að hittast. eða hvað finnst þér?
By Nafnlaus, at 5:26 f.h.
supreme new york
kobe shoes
supreme clothing
off white hoodie
yeezy 700
off white shoes
kobe
supreme clothing
jordan 1
supreme outlet
By Nafnlaus, at 12:48 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home