arnthor´s life

laugardagur, janúar 13, 2007

rifa

Það er stundum að ég hugsi það skýrt, eða óskýrt eftir hvernig á það er litið, að ég finn fyrir eða eygi raunveruleikann sem er á bakvið allt. Allt í lagi, núna fer fólk að hugsa að ég sé endanlega búinn að brotna undan álaginu, en nei ekki núna. Það er sérstaklega þegar ég sé raunveruleikaþætti í sjónvarpinu eða einhverja af þessum makeover, tískuþáttum. Þannig það er kannski ekki að ég sjái það sem er raunverulegt, heldur að ég sjái það sem er falskt og illt. Þeir aðilar sem standa að svona "skemmtiefni" eru án nokkurs vafa útsendarar hins illa.
Málið er að fólk er alltaf að búa til óraunveruleg vandamál, varðandi útlit, peninga ofl.
Hvað ef við fáum bara eitt líf hér á jörð og við lifum í meðaltal u.þ.b. 70 ár og stærstum hluta lífsins eyðum við í vandamál sem eru á engann veginn tengd því að lifa, t.d. í skuldir, vinnu sem við erum ekki fullkomlega sátt við og í að reyna að passa inní imynd sem er ákveðin af útsendurum hins illa.
Mitt "óraunverulega" vandamál er að ég skulda meira en góðu hófi gegnir og mun ekki fyrr en seint og síðar meir losna úr því, þar af leiðandi er ég búinn að selja útsendurum hins illa stóran hluta þess litla tíma sem ég fæ. þannig að ef þið eigið haug af peningum, munið þá eftir Arnþórinum, ég skal þá semja lag tileinkað þér/ykkur.

3 Comments:

  • Gvöð Arnþór. Ég er svo hjartanlega sammála. Ég horfi alltaf á svona þætti með grettu í andlitinu og velti því fyrir mér hvort fólk sé í alvöru að meina þetta. Er ekki alveg að höndla þá. En ég á fullt af peningum. Ætla samt ekki að gefa þér þá. Langar nefnilega að eiga þá áfram "þegar og ef" ég kaupi mér hús og bíl og.... heyrumst kallinn :O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:35 f.h.  

  • Addi þetta er snilldar pistill, og þegar ég mun vinna í lottói mun ég hugsa um þig,hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 f.h.  

  • Afhverju gerirðu ekki bara svona homemade raunveruleikaþátt um ykkur og setur hann á YouTube, þá getiði t.d. "leikið" það þegar tómatsósan klárast og fólkið tuðar út þáttinn um verð á tómatsósu, seinasta sumarfrí þegar þessi gleymdi að taka tómatsósuna með eða þegar hinn settana í frystirinn og eyðilagði hana.

    Mjög spennandi og ég veit að félagi okkar Lars Sortimangs væri til í að horfa á þetta :)

    Hölli.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home