arnthor´s life

sunnudagur, september 26, 2004

Krampakenndur miðnæturhryllingur

Hafið þið einhverntímann, annað hvort vaknað um miðja nótt eða bara einhverntímann í dagsinn önn, fengið hræðslukast og þá er ég ekki að að tala að bregða aðeins, heldur að það þyrmi svo rosalega yfir út af einhverju, sem stundum á sér ekki einusinni sterka stoð í raunveruleikanum, að þið fáið í magann, fáið höfuðverk og bara skiljið ekki hvernig þið munið lifa þetta af.
Nákvæmlega svona kast fékk ég í nótt á milli 2 og 3 og varði það í uþb. 45 mín., einar þær verstu sem ég hef lifað. Og svo í morgunn þegar ég vaknaði , örlaði enn á þessu, svo fór ég í sturtu og bara eins og dögg fyrir sólu var þetta með öllu horfið og mér leið bara vel.
Ég er eiginlega búinn að ákveða að fara í skóla eftir áramót og það er spurning hvort Solla geri það ekki bara líka. Þetta er eitthvað sem við lætum okkur dreyma um heima á fróni en var ekki gerlegt. Ég er að vinna í myndaalbúmi sem verður vonandi tilbúið von bráðar, þið verðið bara að fylgjast með.
seinna!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home