arnthor´s life

fimmtudagur, október 14, 2004

Mér fallast hendur

Ég veit ekki hvar þetta ætlar að enda, nú þegar við erum nýbúin að segja frá Benediktu við dauðans dyr eftir furðulegt sippslys, þá byrjar Alexander að fá einhverskonar krampaköst, það byrjaði með einu á sunnudagskvöldið og á mánudeginum fórum við í heimsókn til Dýrunnar og Reynirs í Álaborg um hálf-fimm leytið fær hann aftur svona kast og svo aftur 2 tímum seinna. Við hringdum í bæði skiptin í læknaþjónustuna, til að athuga hvort við ættum ekki að koma með hann, en læknirinn sem svaraði sagði okkur að hafa ekki of miklar áhyggjur og koma bara með hann ef þetta versnaði eitthvað, sem og þetta gerði ekki. Í millitíðinni hringdi ég í eðalfírinn Heiðar Ásberg Atlason af því að ég vissi að sonur hans hafði fengið einhverskonar krampa sem mig mér var sagt að hefði líst sér eitthvað svipað og þetta hjá okkur og þegar ég heyrði lýsinguna þá var það ljóst að þetta var það sama nema ekki eins alvarlegt tilfelli. Annars var það magnað að fara til þeirra í heimsókn, enda eru þau höfðingjar heim að sækja. Við fórum ekkert að skoða á meðan við vorum þarna enda var bara fínt að hanga heima og kjafta og dreypa á góðum veigum. Reyndar fórum við Reynir að versla pizzur í verslunarmiðstöð þarna rétt hjá og keyptum í leiðinni kassa af Tuborg á 850 ískr. MAGNAÐ!!
Svo ætluðu Solla og Dýrunn reyndar að fara í einhverja föndurbúð í morgunn áður en við fórum en komu sneyptar til baka, afþví að það var búið að stela öllum dekkjunum undan bílnum þeirra.
Jæja nú fer ég að hætta, hamingju óskir til Reynirs með nýjan prentarann.
Seinna