arnthor´s life

laugardagur, október 09, 2004

Sumir dagar

Það vill svo skemmtilega til, fyrir þá sem þekkja mig ekki, að ég er þunglyndissjúklingur og hef verið í töluverðan tíma og í dag er ekki góður dagur. Ég bókstaflega finn fyrir þyngslum í höfðinu og ég er ekki skemmtilegur í umgengni. Ég held reyndar að þetta sé í rénum, ég er farinn að finna fyrir samviskubitinu sem oft fylgir, þegar maður er búinn að vera leiðinlegur við fólk sem á það ekki skilið, maður ræðst venjulega bara á þann sem er næst. En svona er lífið. Maður ætti að eiga einhvern stað sem maður gæti farið á þegar manni líður svona og verið þar einn.