arnthor´s life

fimmtudagur, mars 31, 2005

Tölvan er komin í lag!!

Tölvan er komin í lag og það er alveg magnað. Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum ekki verið of dugleg við að skrifa á þessar blessuðu síður er að tölvugreyið mitt er búið að vera sjúkt, en núna virkar hún sem aldrei fyrr, blessunin. Mamma og Óskar eru að koma í heimsókn á morgunn og það verður örugglega frábært. Annars gengur allt vel og lífið er frábært, frábært, frábært segi ég, ok, núna er kominn tími til að taka lyfin sín. Seinna!