arnthor´s life

föstudagur, maí 13, 2005

Búinn

Ég dag var, vonandi, seinasti dagurinn minn í málaskólanum, þar sem ég er að fara að byrja í praktik, sem er nokkurskonar reynslutími, á herragarði hérna stutt frá. Ég verð í 14 daga í þessari praktik og eftir þann tíma vitum ég og/eða vinnuveitendurnir hvort þetta sé vinna fyrir mig eða hvort ég henti í þessa vinnu.
Þið getið smellt hérna til að skoða heimasíðu sem þessi herragarður er með. Svo kem ég bara í skólann seinna í mánuðinum til að taka útskriftarprófið, sem ég ætla að ná með glans.
Andrés bróðir var að kaupa sér nýtt trommusett af Gretsch-gerð, klikkað flott og með alveg hrikalega stóra bassatrommu sem ég er mjög spenntur að heyra í. Verð að viðurkenna að þegar hann sagði mér frá því þá kitlaði mig dálítið til að fara og fjárfesta í nýjum græjum en þar ég get bara keypt fyrir pening í dag er það ekki hægt strax, en Solla er búinn að samþykkja að ég má kaupa eitthvað strax þegar e´g er farinn að þéna eitthvað með spileríi.
Ég var búinn að biðja ykkur að senda mér línur um eitthvað sem ég get talað um hér og/eða túlkað á minn hátt, en einungis gælinafni, Addi E, varð við þessari litlu og einföldu bón.
Þannig að núna bið ég ykkur enn og aftur um að senda mér eitthvað, og ég vel eitthvað af handahófi til að tala um og/eða túlka fyrir ykkur hér.
Svo bið ég bara Önnu systir að skila kveðju til Guantanamo, þegar hún ætlar að gera tilraun til að komast óhindruð til Bandaríkjanna um næstu helgi. Og Anna það var ein í skólanum að segja mér að það var augnbrúnaplokkari tekinn af henni,það er víst vopn í höndunum á snyrtifræðingum sem geta ráðist á flugstjórann klipið aðra brúnina og hótað að toga nema að hann lendi vélinni á einkaskrifstofu George Bush, þannig að þú verður kannski bara að vera Unabrow Benediktsdóttir í nokkra mánuði.
Kemur ekki stundum fyrir að þið efist, um hvað eruð þið ekki viss en þetta er einhver nagandi efatilfinning. Finnst eins og þið séuð að gera eitthvað vitlaust eða bara eitthvað sem þið getið ekki komið fyrir ykkur. þetta er eins og þegar manni dettur einhver lagstúfur í hug en sama hvað maður reynir kemur maður titli né flytjanda fyrir sig. Og í framhaldi af því að ég sagði um að fólk ætti að sækjast eftir að vera sátt, þá vil ég bæta við að það sem fólk þarf til að geta lifað innihaldsríku lífi er að vera sátt og efast hvorki um sjálft sig eða tilveru sína.
Hugsanlega mun næsti pistill innihalda útlistun á hvernig á að lifa, og þá er ég ekki bara að tala um að draga andann.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home