arnthor´s life

mánudagur, maí 02, 2005

Ný hljómsveit

Það hafði, í seinustu viku, samband við mig hljómsveit sem vantaði bassaleikara og í kvöld fór ég á í prufu hjá þeim og var mjög hrifinn og hissa. Í fyrsta lagi þá saman stendur hljómsveitin af 3 stelpum og þrem strákum,(með mér), og það eru stelpurnar sem hafa verið að semja tónlistina og ég verð að segja að þar er vel að verki staðið, sem mér finnst magnað þar sem mér finnst konur ekki hafa sett merkilegan svip á tónlist, allavega ekki uppá síðkastið þar sem í dag virðist vera nóg að þær séu klæddar í 63 cm af tvinna og nuddi lífbeininu í linsuna þar til blæðir úr og lögin eru flest um að þær vilji vera þrælar okkar, þær séu skítugar stelpur eða þaðan af verra, en ekki misskilja mig, mér finnst voða gaman af því að sjá ungar og myndarlegar konur sprangandi á buddunni allar í kór, bara leiðinlegt að það þarf endilega að vera að tengja þetta við tónlist. En til að gera langa sögu stutta þá var mér boðið í hljómsveitina og þáði ég það með þökkum. Svo er þetta allt háskólafólk og þegar það var verið að segja mér hvað þau væru að læra, fór mér aðeins að líða eins Slúbberti Benediktssyni ómenntuðum þarabónda í syðri-fjarðarkjafti sem man einungis alla stafina ef hann fær að syngja lagið. Solla byrjaði í praktik í dag á leikskóla og fílaði það bara mjög vel. Benedikta söng á tónleikum í kvöld,(sem ég komst því miður ekki á), og Andrea ... Andrea..Andrea er orðin múslimi og er farin að kalla sig því íslamska nafni Alla Baddarí. Alexander varð eitthvað misdægurt áðan og ældi í rúmið, ætli honum hafi bara ekki verið kalt það þekkir nú pabbi hans frá fyrr á tímum þegar hann átti það til að gera sér glaðan dag, nótt og svo ekki svo glaðan morgundag, þá var nú oft ljúft að leggja þreyttan og slitinn kroppinn í volgan og þægilega ælupollinn aftur og leggja sig aðeins lengur. Það er helst að frétta af Önnu Sigrúnu Systir minni að núna hefur hún ákveðið fá sér nýtt nef og læra að dansa eins og Michael Jackson og hefur hún fengið föður okkar til að kenna sér nokkur lykil spor, en hann þótti mjög efnilegur á yngri árum og varð m.a. í 2. sæti í breakdance keppni á Óðali, þar sem hann hefði unnið ef hann hefði ekki fengið heiftarlega garnaflækju við að framkvæma hið sívinsæla spor, "orminn".

Med venlig hilsen
Arnþór