Ef ég bara væri hasshaus
Ég var svo heppinn að slysast inná heimasíðu áðan þar sem maður gat athugað hvað maður myndi heita ef maður væri, aah á ég að segja ofurhassari, og ég fékk þetta líka flotta nafn: Thunderous Bluntmonger , þannig að ef einhver af ykkur gerist heppin(n) að hringja í mig og ég svara: "Herra Bluntmonger og félagar", þá á ég í smá vandræðum.
Við vorum að fá nýja sláttuvél í dag og ég gat þá loksins farið að spóka mig í garðinum á bolnum og hnykklað fagurlega ávala keppina fyrir gesti og gangandi og fyrst ég var byrjaður á að vinna í garðinum, ákvað ég að halda áfram og fór af stað með sog og exi og fór að grisja aðeins trén og runnana. Ég var kominn í þennan líka rosalega haminn að ég bara rétt náði að hemja mig áður en ég hjó mér leið inní stofu hjá nágrannanum. Svo er það að frétta að Andrés bróðir fann handa mér hjól og er ég að fara niður í Aarhus á morgun að ná í það.
Eins og þið vitið, sem eruð svo heppin að detta hér inn af og til, þá koma tímabil hjá mér þar sem ég er alveg einstaklega latur við að skrifa. En málið er að ég er ekki bara latur, stundum hef ég bara ekkert til að skrifa um. Þannig að mér þætti vænt um að þið mynduð koma með einhverjar uppástungur, ekkert langt og enga leiðindarstæla, bara eitthvað einfalt en það má vera sýrt, súrt, súrt, sveitt og sætt, og svo vel bara eitthvað og skrifa pistil um það efni sem mér finnst mest grípandi eða eitthvað? Hver veit hvernig ég vel þetta? Kannski fæ ég mér bara öl og sé til hvernig fer.
Ég sá kött í dag! Hann var bara nokkuð gáfulegur til augnanna! Ég vildi óska þess að hann gæti talað.
Við vorum að fá nýja sláttuvél í dag og ég gat þá loksins farið að spóka mig í garðinum á bolnum og hnykklað fagurlega ávala keppina fyrir gesti og gangandi og fyrst ég var byrjaður á að vinna í garðinum, ákvað ég að halda áfram og fór af stað með sog og exi og fór að grisja aðeins trén og runnana. Ég var kominn í þennan líka rosalega haminn að ég bara rétt náði að hemja mig áður en ég hjó mér leið inní stofu hjá nágrannanum. Svo er það að frétta að Andrés bróðir fann handa mér hjól og er ég að fara niður í Aarhus á morgun að ná í það.
Eins og þið vitið, sem eruð svo heppin að detta hér inn af og til, þá koma tímabil hjá mér þar sem ég er alveg einstaklega latur við að skrifa. En málið er að ég er ekki bara latur, stundum hef ég bara ekkert til að skrifa um. Þannig að mér þætti vænt um að þið mynduð koma með einhverjar uppástungur, ekkert langt og enga leiðindarstæla, bara eitthvað einfalt en það má vera sýrt, súrt, súrt, sveitt og sætt, og svo vel bara eitthvað og skrifa pistil um það efni sem mér finnst mest grípandi eða eitthvað? Hver veit hvernig ég vel þetta? Kannski fæ ég mér bara öl og sé til hvernig fer.
Ég sá kött í dag! Hann var bara nokkuð gáfulegur til augnanna! Ég vildi óska þess að hann gæti talað.
4 Comments:
Mitt atolt er að vera sonur þessarar þjóðar,
en þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér...
By Nafnlaus, at 8:36 e.h.
Þú gætir bloggað um Vampiros ;)
Hølli.
By Nafnlaus, at 4:36 e.h.
ég þekki einn hasshuas hún kallast Viktoría og er rokkaður hasshaus með rass
By Nafnlaus, at 4:52 f.h.
Já ég þekki hana líka.. Beggi hélt nú að hún væri rasslaus ekki hasshaus.. jæja sumir hafa ekki góða heyrn en hun er með RASS! Þessi viktoría hasshaus ::D
By Nafnlaus, at 5:01 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home