arnthor´s life

mánudagur, apríl 25, 2005

góður dagur

Eins og við vitum öll eru sumir dagar verri en aðrir og svo aðrir af sama skapi betri en aðrir, og það er svoleiðis dagur eða dagar sem mig langar til að ræða aðeins um. Þessir dagar koma í öllum stærðum og gerðum, ég á t.d. ágætis dag í dag, ég var að byrja á garðhúsgögnum í garðinn og það gengur bara vel, Solla fór í viðtal á leikskólanum sem hún á að prufa að vinna á í morgunn og það gekk bara vel, svo fórum við að ná í Alexander til nýju dagmömmunar í dag, og við höfðum verið frekar stressuð afþví að hann tekur ekki ókunnugu fólki svo vel, en þetta hafði gengið eins og í sögu, svo kem ég hingað heim sest niður við tölvuna með öl og já ég gleymdi að það er líka magnað veður í dag. Ef þú hefur líka átt góðan dag máttu alveg skilja eftir smá skilaboð og líka ef þér líður eitthvað illa máttu líka létta aðeins á þér, vertu bara ekki að úthúða neinum, þó að það sé satt það er víst bannað. Sendu mér bara svoleiðis í e-mail.
hilsen

3 Comments:

  • Mér líður svona stórkostlega vel í dag.... ég fékk símhringingu frá leikskóla og er að fara í vinnuviðtal á morgun... svo er ég farin að vakna kl: 8 á morgnanna og það finnst mér frábært!!! maður er svo hress og nær öllum deginum, enda er ég alltaf úti í garðinum, laga til =) við erum á fullu að rífa niður panel og græja baðherbergið sem verður geggjað flott eftir 3 vikur.... en kærlig hilsen
    p.s. jakob og halla eru með tvíbba og eru búin að sjá eitt kynið.... kvk !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! híhí

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:20 e.h.  

  • Mér líður vel í dag... ekki af neinni sérstakri ástæðu, nema þá kannski það að það er frábært veður úti... og já, svo var ég að lesa að kobbi og halla væru að fara að eignast barn.. eða börn réttara sagt og fyrst ég vissi það ekki fyrr þá er það slúður fyrir mig... vitum öll hvað slúðrið fer vel í mig :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:52 f.h.  

  • Ég átti frábæran dag í dag:)!!! Ég fékk inngöngu í skóla sem heitir VUC Århus og byrja í fullu námi þar, þann 15. ágúst. Ég er stúdent eftir tvö ár! Núna er ég í undirbúningsnámi hjá FOF og allt gengur vel þar! Var í skólanum í dag og frétti að ég stæði mig óvenju vel þar, ef ekki betur en margir aðrir þar (sem eru danir)!!! Ég er mjög hamingjusöm:)!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home