arnthor´s life

sunnudagur, maí 08, 2005

Raunsýnn maður sagði ...

"Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar,
en þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér".
Þessar raunsæju línur úr þekktu dægurlagi, sendi mér samtíðarspekingur mikill og má segja að þetta sé nokkuð sem ég hef pælt í undanfarið beint og óbeint.
Við skulum bara byrja á að taka fyrir það sem liggur beinast við, þjóðarstolt! Það er kannski ekkert voðalega oft sem að maður bókstaflega er upprifinn að stolti útaf þjóðerni sínu en svo lendir maður í samræðum eins og ég lenti t.d. í um daginn þar sem var verið að tala um hetjudáðir og þessháttar og það var reyndar einn ameríkumaður í hópnum þannig að þið getið nú ímyndað ykkur hvernig það var, en svo sagði ég söguna af vestmanneyingnum sem, þarna um árið synti einhverja heljarins leið í brjáluðu veðri og þurfti svo að klifra upp og ganga á hrauni og svo brjóta ís á gömlu baðkari til að fá sér að drekka, eftir að báturinn sem hann var á sökk og engin gat toppað þetta þrekvirki og svo maður tali ekki um þegar maður rekst á í hérlendum eða erlendum fjölmiðlum fréttir af landvinningum íslenskra viðskiptamanna um víðan völl, ég kom t.d. temmilega stoltur í dönskutímadaginn sem ég las að íslendingar hefðu komið og keypt eina að elstu og virtustu verslunarkeðjum á Danmörku, Magasin.
En svo kemur þetta neikvæða! Hvað er ég samanborið við þessa miklu íslensku landa mína? Ekki neitt sérstaklega merkilegt fyrirbæri hvorki þegar ég var ómenntaður frystihúskall í Dalvík né þegar ég varð ómenntaður innflytjandi í Danmörku. Þannig að ég get ekki ímyndað mér að landar mínir geri mikið af því að hugsa til mín og belgjast út af þjóðerniskenndu monti.
En ég hugga mig með því að það er ekki nauðsynlegt að öll þjóðin sé stolt af mér, enn, heldur að ég sé sáttur. Því að ég held að það sé það sem flestir íslendingar sækist eftir og alltof fáir nái.
Ástæðan fyrir því að svona fáir ná því að verða fyllilega sáttir á fróni, er sú að við íslendingar erum skorpu og skyndilausna þjóð! Við vinnum flest í skorpum í fiskiðnaði eða öðrum iðnaði og fáum rétt skorpuna af því sem við eigum rétt á, sérstaklega þegar maður pælir í því að fólkið sem er að vinna baki brotnu í stærstu atvinnugreinunum, sem eru að skila mestum arði og þjóðarbúinu mestum gjaldeyristekjum, er meðal þeirra lægst launuðustu í þjóðfélaginu. Og svo bætum við okkur upp lágulaunin og mikla vinnu með skyndifróunum eins og t.d. að fara og kaupa okkur alltof dýran bíl á 100% bílaláni eða heimabíókerfi á visaraðgreiðslum. Og svona heldur þetta áfram þar til að maður er hættur að sjá frammúr skuldunum og maður sættir við það að vera sameign atvinnurekandans og bankans og maður er bara sáttur við það svo lengi sem maður getur pantað sér pizzu eins sinni í viku.
Þannig að útkoman úr þessum pistli er sú að maður þarf að stinga aðeins í stúf við náungan ef maður vill að þjóðin verði stolt af manni, annars er maður bara!

Í dag er ég næstum sáttur
Vertu sátt(ur) og þá verður kannski ekki öll þjóðin stolt, en allavega ég.

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home