arnthor´s life

laugardagur, október 29, 2005

óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 5

Jæja, nú eru við strax komin í 5. hluta

11. Ég er ekki viss um að margir viti eða hafi áttað sig á að fjölskyldan okkar hefur alltaf verið mikið á hreyfingu, og að mínu mati höfum við flutt mjög oft, alltof oft. Svo hef ég eitthvað verið að stunda þetta líka svo að við getum sagt að rótleysi, sem jókst um helming þegar mamma og pabbi skildu og svo þegar ömmur mínar of afar dóu, hafi einkennt minn líf að stórum hluta. hér á eftir fer lauslega upptalning á þeim stöðum sem ég hef búið á, ásamt atburðum sem tengjast þeim.
Þetta byrjaði náttúrulega allt á Ísafirði, en þar, eins og ég hef nefnt áður, fæddist ég og bjó þar þar til ég var 2ja ára, þá fluttum við til Fáskrúðsfjarðar og tókum okkur fljótlega búsetu í Sandgerði. Þarna vorum við í 2 ár en þá ákváðu foreldrar mínar að flytja til Vestmannaeyja svo að pabbi gæti farið þar í Stýrimannaskólann. Þar bjuggum við í 2 ár, að undanskildum sumarhléum, bjuggum, m.a. í gámahúsi sem mér þótti og þykir enn nokkuð sérstakt. Ég fékk svo að flytja til baka til Fáskrúðsfjarðar dálítið a undan hinum afþví að ég hafði svo miklar áhyggjur af afa og ömmu, þ.e. að þau myndu deyja á meðan ég væri í burtu, sem varð svo reyndar raunin, þannig að vorið 1981 flutti ég til ömmu og afa og bjó þar þar til hinir í fjölskyldunni komu. Hjá þeim átti ég t.d. 6 ára afmælið mitt og er það einhver besti dagur sem að ég hef upplifað, gott veður, nánast allir ættingjar mínir sem bjuggu á Fáskrúðsfirði komu. Þetta er einn af þeim dögum sem maður gæti alveg hugsað sér að upplifa aftur og aftur. Nú er ég ekki alveg klár á hvort að höfum flutt aftur í Sandgerði, en allavega fluttum við í Draumaland, minnir mig að það heiti, í einhverntíma áður en við fluttum í ”Nýja húsið” að Skólavegi 87. Þarna bjuggum við í 8-10 ár, samt fluttum við aðeins til Ísafjarðar aftur á þessu tímabili en ég er ekki alveg viss hvenær, þar bjuggum við í sumarbústað án rennandi vatns(fyrir utan ánna sem rann við hliðina á húsinu) og ekkert rafmagn, svo að það var ævintýr sem ég hefði ekki viljað hafa misst af. Eftir að við fluttum í ”Nýja Húsið”, fór pabbi að vinna sem stýrimaður og seinna skipstjóri á skipi sem gerði út frá Breiðdalsvík, Hafnareynni, en var svo sagt upp þar af því að hann og við vildum ekki flytja þangað, skiljanlega. Þannig að í smá tíma var allt í lausu lofti um hvað við myndum gera en svo kom dómurinn: Við myndum flytja til Ólafsfjarðar! Þetta var gríðarlegt áfall, ekki að ég þekkti eitthvað til Ólafsfjarðar heldur bara að flytja burt frá öllu sem maður þekkti (annars hefði áfallið verið meira). Ég man ennþá og ég held að það sé til á upptöku einhversstaðar þegar Ívar frændi kom og stoppaði mig og Andrés í miðju lagi, við vorum á æfingu með Jónasi, og spurði hann kurteislega hvort við værum búnir að gleyma að við værum að flytja úr bænum og tjáði okkur að foreldrar okkar og flutningabíllinn biðu eftir okkur. En ég var ekki alveg tilbúinn að segja skilið við Fáskrúðsfjörð og var búinn að fá leyfi til að búa hjá ömmu og afa í smá tíma, og þegar ég svo kvaddi þau á endanum má segja að það hafi verið í síðasta skipti, því fljótlega veiktist afi og dó svo ó kjölfarið nokkrum árum seinna,svo flutti amma á elliheimili og dó svo nokkrum árum seinna.
Á Ólafsfirði bjuggum við í einbýlishúsi á Hlíðarvegi og það var svo sem fínt, stuttu eftir að ég flutti þangað kynntist ég Ellý, sem átti svo eftir að verða fyrsta barnsmóðir mín. Við vorum búin að vera saman í 3 mánuði þegar við komumst að því að við áttum von á barni. Ég flutti heim til foreldra hennar og bjó þar þar til barnið, Kristófer, kom í heiminn. Eftir að hann fæddist fluttum við til foreldra minna og bjuggum þar í u.þ.b. 1 ár en þá keyptum við okkur litla íbúð í gömlu húsi á Ólafsfirði. Þar bjuggum vi ðí næstum eitt ár en þá flosnaði uppúr sambandinu og Ellý flutti með Kristófer til Akureyrar. Ég bjó einn í íbúðinni í nokkurn tíma en flutti svo aftur til mömmu og pabba sem voru þá búinn að kaupa sér nýtt hús í Hrannarbyggðinni á Ólafsfirði, þarna bjó ég nánast óslitið, að undanskildu 3 mánuðum sem ég bjó í borg óttans, aka Reykjavík þar sem ég var að vinna fyrir Sæunni Axels. Svo var það á eurovision kvöldi 1997, að ég var að fá mér aðeins neðan í því með Ásgeiri vini mínum og fyrir hendingu enduðum við Dalvík, þvar kynntist ég konu, Sollu Maju, sem vissi það ekki þá en átti eftir að verða eiginkona mín og barnsmóðir og ekki í þeirri röð. Þannig að nú flutti ég eina ferðina enn og þá til Sollu í blokkaríbúð á Dalvík. Ég byrjaði á sjá um þetta leiti, á Sigurfara frá ólafsfirði og seinna Hólmavík. Nokkrum mánuðum seinna fluttum við úr blokkinni og í raðhús þar skammt frá og um svipað leiti fundum við út að við áttum von á barni. Sumarið 1998 hætti ég á sjónum rétt áður en prinsessan mín, Benedikta Líf, kom í heiminn, 18. júlí. Í þessari íbúð bjuggum við í 5 ár eða þar til á vormánuðum 2004, við keyptum einbýlishús í Bárugötu á Dalvík. Við höfðum ekki búið lengi þar þegar okkur fór að langa að gera eitthvað nýtt og ákváðum að flytja til Danmörku. Svo 3. september 2004 fluttum við til Thorsager, sem er lítil bær á austur-Jótlandi. Og enn sem komið er þá líður okkur mjög vel hérna og erum hvorki að áætla að flytja áfram né til baka.

Jæja, þetta er nóg í bili. Ég Held að í næsta kafla verði ekki tekið á jafn léttu efni.

4 Comments:

 • halt'áfram, halt'áfram!!

  By Anonymous Nafnlaus, at 10:59 f.h.  

 • og já, ég kynntist Gunna á eurovision kvöldi, ætli það sé ávísun á að eignast góða maka.. (fyrir þau meina ég!!:þ)

  By Anonymous Nafnlaus, at 12:10 e.h.  

 • haltu endilega áfram, ég les frekar bloggið þitt frekar en að fara á bókasafnið og þeir sem þekkja mig eitthvað vita að það er hrós.

  By Anonymous Nafnlaus, at 7:37 e.h.  

 • Þú varst bara á fyrsta ári þegar við fluttum austur, en seinna þegar við vorum á Ísafirði hefurðu verið 9ára (í sumarbústaðnum, klósettlausa),þetta eru ótrúlegir fluttningar, eins og er nú leiðinlegt að standa í þessu, kveðja mamma

  By Anonymous Nafnlaus, at 7:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home