óraunverulegt, en samt einhvernveginn raunverulegt 2
Fyrir þá sem eru í fyrsta skipti að stilla á þessa stöð, þá hefur heljarinnar sjálfsskoðun,-dýrkun og vorkunn, átt sér stað og verður því haldið áfram í þessum pistli. Eins og í seinasta pistli mun ég vera að fara lauslega yfir vissa hluta í mínu lífi á kaflaskiptan hátt, án þess þó að það sé endilega í alveg réttri tímaröð, enda skrifa ég þetta bara eins og þetta kemur til mín. Þessi pistill mun vera tileinkaður fjölskyldunni minni, að undan skildum konu og börnum, enda er ég ekki kominn þangað.
4.Ef sérhver kafli myndi bera nafn myndi þessi líklega heita upphafið, því hér ætla að tala aðeins um hvaðan ég kem upprunalega, þ.e. hvar ég kom í heiminn!
Já það er rétt að nún ætla ég að tala um Ísafjörð.
Um hádegisbil 19. apríl 1975, fæddist ég nefninlega á gamla spítalanum á Ísafirði. Pabbi var á sjó þegar ég fæddist, eins og stóran hluta minna uppvaxtarára, ekki það að ég að áfellast hann fyrir það, en meira um hann seinna.
Ég ber blendnar tilfinningar til staðarins, ekki slæmar, það er frekar að mér fannst ég vera heima á vissan hátt án þess þó að kannast alveg við mig og þar sem ég flutti snemma frá Ísafirði og það er langt frá Fáskrúðsfirði fór ég ekki það oft þangað og í hvert skipti sem ég fór upplifði ég staðinn á anna veg en seinast.
5. Glöggir lesendur tóku kannski eftir að í fyrsta hlutanum af þessu ritverki mín talaði ég ekki um föðurfólkið mitt en það er ekki afþví að mér finnist það eitthvað síðra en móðurættin, það er heldur útaf því, eins og ég nefndi í seinasta kafla, að það er langt til Ísafjarðar og þar af leiðandi gætir þeirra áhrifa frekar í erfðum en í persónu mótun.
Upplifun mín af Andrési afa mínum er ekki flókin, fyrir mér var hann og er jarðbundinn,glaðlegur,duglegur og elskulegur maður, sem ég þrátt fyrir það finnst ég aldrei hafa fyllilega kynnst. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem að hann kenndi mér, þá er það að sýna ófeiminn ástúð, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það betur.
Og ann og aftur er amman erfiðari, hún var mjög dulin persóna sem ég kynntist meira af afspurn en umgengni. Hún hét því stóra nafni Guðríður Sigrún Anna Benediktsdóttir, eða Guja amma. Að því sem mér skilst þá var hún mjög gáfuð, átti auðvelt með að læra, en af ástæðum sem mér finnst ekki rétt að tíunda hér, fékk hún ekki tækifæri til að njóta þessara hæfileika til fulls. Ég skammast mín óneitanlega dálítið fyrir að hafa ekki meira samband við Andrés afa núorðið og kem nú kannski til með að bæta úr því, en ég virkilega sé eftir að hafa ekki haft meira samband við Guju ömmu og í rauninni er ég ekki búinn að með taka enn að ég og við séum búin að missa hana.
6. Ég er næstum orðlaus þegar ég kem svo að Sverri afa, hann þekkti ég nánast ekki neitt en ég er nokkuð viss um að í gegnum pabba var það hann sem gaf tónlistina og fyrir það verð ég ávalt þakklátur. Nokkur orð Skodi, ísbjörnin og gervihandleggur.
7. þá er komið að mínum nánustu, þ.e. fyrir utan mína eigin fjölskyldu, og til að engin verði sár ætla ég bara að taka þetta í aldursröð.
Mamma mín heitir Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir, hún er fædd 1957 og var ekki orðin 18 ára þegar hún átti mig. Það er erfitt að finna orð til að lýsa mömmu sinni, þar sem maður hugsar oft ekki um mæður sínar sem venjulegar manneskjur, jafnvel eftir að maður á að vera orðinn fulltíða , en það er þó sumt sem ég get sagt við hana, þú ert mun sterkari en þú heldur, ef ég byggi á sama heimili og þú fengir þú aldrei að koma nálægt tölvunni minni, takk og ég þarf varla að taka fram að ég elska þig. Ég hef að vísu ekki enn komið þér til að sitja heklandi í ruggustól en ég gefst ekki upp.
Pabbi minn heitir Benedikt Birgir Sverrisson og ég held að besta orðið til að lýsa honum er tilfinninga ólgusjór. Það er auðveldara að koma honum í orð og ef ég ætti að nota eitthvað eitt, væri það alhliða hæfileikaríkur. ok núna eru kannski sumir komnir með æluna í hálsinn en fyrir hina sem þekkja hann er þetta ekki svo óraunsæ lýsing. mér kemur ekki eitt í hug sem hann gæti ekki náð góðum tökum á ef hann leggði sig fram, því hann er sérkennileg blanda brennandi ákveðni, gáfna og á mjög auðvelt með að læra hvað sem er. Hann er mjög lifandi persona, og og kemur misjafnlega vel við kaunin á fólki, en ég elska hann.
Andrés bróðir er hinn helmingurinn af tvíeykinu ósigrandi, Arnþór og Andrés. Við rífumst og sláumst eins og systkynum sæmur og stundum verr, þó svo að við sláumst minna núna en við gerðum. Mamma segir að ég hafi alltaf passað uppá Andrés alla okkar æsku, þ.e. í þeim skilningi að það mátti enginn lumbra á honum nema ég og það var mörgum sem blöskraði hvernig ég fór stundum með hann, en hann var mér ekki bara boxpoki. Hann var/og er Andrés bróðir, og því miður veit ég ekki hvernig ég get komið ykkur í skilning um hversu mikla þýðingu það hafur fyrir mig, Enda hef ég sjaldan verið eins einmana og sár eins og þegar hann flutti burtu, byrjaði með Miru og minnkaði sambandið við mig. En það stendur allt til bóta núna eftir að ég elti hann til Danmörku og við erum aftur farnir að spila saman eins og okkur var alltaf ætlað að gera.
Anna systir mín er eins og pabbi, ólgandi haf tilfinninga, og undarleg blanda sem ég get ekki alveg útskýrt. Ef ég man rétt þá fór ég stundum með hana að hjóla þegar hún var lítil, minni .... yngri, þ.e. með hana í barnastól á meðan ég þeystist um götur Fáskrúðsfjarðar, annars er ég ekki viss að gæti hafa verið Agnes systir, minnið er ekki eins og það var. Annars er eitt sem ég get sagt um Önnu, sem ég reyndar gæti sagt um pabba líka, og það er að hjá þeim eru 3 flokkar fólks. Fólk sem þau elska, sem skiptir þau ekki máli eða hata, og ég vorkenni öllum þeim sem eru síðastnefnda flokknum. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem lýsir Önnu og hennar lífi, þá hefur hún altaf verið dálítil gella og það eru til myndir sem sýna að sú hegðun byrjaði snemma.
Agnes systir er uppreisnarseggurinn í fjölskyldunni, en það er alltaf eins og hún sé að reyna að segja okkur eitthvað en kemur ekki orðum að því. Og hún er eins og mamma í Danmörku í því leitinu til að þegar fólk skilur hana ekki, talar hún hærra. Agnes mín það er eitthvað sem ég á að segja v ið þig en ég bara einhvernveginn finn ekki réttu orðin. Mér fannst ágætt að vera vara-pabbi þinn þó að það hafi bara varað í stutta stund.
Aldís mín því miður get ég ekki sagt margt um þig þar sem ég þekki þig ekki nógu vel, því miður. Og fyrir þá sem ekki vita þá er Aldís Dóttur pabba, hann eignaðist eftir að mamma og hann skildu. Að því sem ég skilst er hún sama gáfumennið og systkyni sín. Það er óneitanlega skrítið að eiga systir sem er yngri en yngsta barnið en það er líka einhverra hluta vegna góð tilhugsun. Ég mig hlakkar bara til að kynnast henni í framtíðinni.
jæja, núna er ég búinn að fara mjög lauslega yfir mína nánustu. Þetta var erfitt þó sér í lagi að skera þetta níður svo að þetta verði ekki heila bók.
meira næst, fylgist því með
4.Ef sérhver kafli myndi bera nafn myndi þessi líklega heita upphafið, því hér ætla að tala aðeins um hvaðan ég kem upprunalega, þ.e. hvar ég kom í heiminn!
Já það er rétt að nún ætla ég að tala um Ísafjörð.
Um hádegisbil 19. apríl 1975, fæddist ég nefninlega á gamla spítalanum á Ísafirði. Pabbi var á sjó þegar ég fæddist, eins og stóran hluta minna uppvaxtarára, ekki það að ég að áfellast hann fyrir það, en meira um hann seinna.
Ég ber blendnar tilfinningar til staðarins, ekki slæmar, það er frekar að mér fannst ég vera heima á vissan hátt án þess þó að kannast alveg við mig og þar sem ég flutti snemma frá Ísafirði og það er langt frá Fáskrúðsfirði fór ég ekki það oft þangað og í hvert skipti sem ég fór upplifði ég staðinn á anna veg en seinast.
5. Glöggir lesendur tóku kannski eftir að í fyrsta hlutanum af þessu ritverki mín talaði ég ekki um föðurfólkið mitt en það er ekki afþví að mér finnist það eitthvað síðra en móðurættin, það er heldur útaf því, eins og ég nefndi í seinasta kafla, að það er langt til Ísafjarðar og þar af leiðandi gætir þeirra áhrifa frekar í erfðum en í persónu mótun.
Upplifun mín af Andrési afa mínum er ekki flókin, fyrir mér var hann og er jarðbundinn,glaðlegur,duglegur og elskulegur maður, sem ég þrátt fyrir það finnst ég aldrei hafa fyllilega kynnst. Ef ég ætti að nefna eitthvað sem að hann kenndi mér, þá er það að sýna ófeiminn ástúð, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það betur.
Og ann og aftur er amman erfiðari, hún var mjög dulin persóna sem ég kynntist meira af afspurn en umgengni. Hún hét því stóra nafni Guðríður Sigrún Anna Benediktsdóttir, eða Guja amma. Að því sem mér skilst þá var hún mjög gáfuð, átti auðvelt með að læra, en af ástæðum sem mér finnst ekki rétt að tíunda hér, fékk hún ekki tækifæri til að njóta þessara hæfileika til fulls. Ég skammast mín óneitanlega dálítið fyrir að hafa ekki meira samband við Andrés afa núorðið og kem nú kannski til með að bæta úr því, en ég virkilega sé eftir að hafa ekki haft meira samband við Guju ömmu og í rauninni er ég ekki búinn að með taka enn að ég og við séum búin að missa hana.
6. Ég er næstum orðlaus þegar ég kem svo að Sverri afa, hann þekkti ég nánast ekki neitt en ég er nokkuð viss um að í gegnum pabba var það hann sem gaf tónlistina og fyrir það verð ég ávalt þakklátur. Nokkur orð Skodi, ísbjörnin og gervihandleggur.
7. þá er komið að mínum nánustu, þ.e. fyrir utan mína eigin fjölskyldu, og til að engin verði sár ætla ég bara að taka þetta í aldursröð.
Mamma mín heitir Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir, hún er fædd 1957 og var ekki orðin 18 ára þegar hún átti mig. Það er erfitt að finna orð til að lýsa mömmu sinni, þar sem maður hugsar oft ekki um mæður sínar sem venjulegar manneskjur, jafnvel eftir að maður á að vera orðinn fulltíða , en það er þó sumt sem ég get sagt við hana, þú ert mun sterkari en þú heldur, ef ég byggi á sama heimili og þú fengir þú aldrei að koma nálægt tölvunni minni, takk og ég þarf varla að taka fram að ég elska þig. Ég hef að vísu ekki enn komið þér til að sitja heklandi í ruggustól en ég gefst ekki upp.
Pabbi minn heitir Benedikt Birgir Sverrisson og ég held að besta orðið til að lýsa honum er tilfinninga ólgusjór. Það er auðveldara að koma honum í orð og ef ég ætti að nota eitthvað eitt, væri það alhliða hæfileikaríkur. ok núna eru kannski sumir komnir með æluna í hálsinn en fyrir hina sem þekkja hann er þetta ekki svo óraunsæ lýsing. mér kemur ekki eitt í hug sem hann gæti ekki náð góðum tökum á ef hann leggði sig fram, því hann er sérkennileg blanda brennandi ákveðni, gáfna og á mjög auðvelt með að læra hvað sem er. Hann er mjög lifandi persona, og og kemur misjafnlega vel við kaunin á fólki, en ég elska hann.
Andrés bróðir er hinn helmingurinn af tvíeykinu ósigrandi, Arnþór og Andrés. Við rífumst og sláumst eins og systkynum sæmur og stundum verr, þó svo að við sláumst minna núna en við gerðum. Mamma segir að ég hafi alltaf passað uppá Andrés alla okkar æsku, þ.e. í þeim skilningi að það mátti enginn lumbra á honum nema ég og það var mörgum sem blöskraði hvernig ég fór stundum með hann, en hann var mér ekki bara boxpoki. Hann var/og er Andrés bróðir, og því miður veit ég ekki hvernig ég get komið ykkur í skilning um hversu mikla þýðingu það hafur fyrir mig, Enda hef ég sjaldan verið eins einmana og sár eins og þegar hann flutti burtu, byrjaði með Miru og minnkaði sambandið við mig. En það stendur allt til bóta núna eftir að ég elti hann til Danmörku og við erum aftur farnir að spila saman eins og okkur var alltaf ætlað að gera.
Anna systir mín er eins og pabbi, ólgandi haf tilfinninga, og undarleg blanda sem ég get ekki alveg útskýrt. Ef ég man rétt þá fór ég stundum með hana að hjóla þegar hún var lítil, minni .... yngri, þ.e. með hana í barnastól á meðan ég þeystist um götur Fáskrúðsfjarðar, annars er ég ekki viss að gæti hafa verið Agnes systir, minnið er ekki eins og það var. Annars er eitt sem ég get sagt um Önnu, sem ég reyndar gæti sagt um pabba líka, og það er að hjá þeim eru 3 flokkar fólks. Fólk sem þau elska, sem skiptir þau ekki máli eða hata, og ég vorkenni öllum þeim sem eru síðastnefnda flokknum. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt sem lýsir Önnu og hennar lífi, þá hefur hún altaf verið dálítil gella og það eru til myndir sem sýna að sú hegðun byrjaði snemma.
Agnes systir er uppreisnarseggurinn í fjölskyldunni, en það er alltaf eins og hún sé að reyna að segja okkur eitthvað en kemur ekki orðum að því. Og hún er eins og mamma í Danmörku í því leitinu til að þegar fólk skilur hana ekki, talar hún hærra. Agnes mín það er eitthvað sem ég á að segja v ið þig en ég bara einhvernveginn finn ekki réttu orðin. Mér fannst ágætt að vera vara-pabbi þinn þó að það hafi bara varað í stutta stund.
Aldís mín því miður get ég ekki sagt margt um þig þar sem ég þekki þig ekki nógu vel, því miður. Og fyrir þá sem ekki vita þá er Aldís Dóttur pabba, hann eignaðist eftir að mamma og hann skildu. Að því sem ég skilst er hún sama gáfumennið og systkyni sín. Það er óneitanlega skrítið að eiga systir sem er yngri en yngsta barnið en það er líka einhverra hluta vegna góð tilhugsun. Ég mig hlakkar bara til að kynnast henni í framtíðinni.
jæja, núna er ég búinn að fara mjög lauslega yfir mína nánustu. Þetta var erfitt þó sér í lagi að skera þetta níður svo að þetta verði ekki heila bók.
meira næst, fylgist því með
5 Comments:
Ég talaði ekkert hærra við danina sem skildu mig ekki,bara meira með höndunum, og ég er ekki búin að eiðileggja neina tölvu, svo er ég farin að sitja og prjóna, (ég er meira ein en ég er vön svo ég prufaði þetta), fer kanski bráðum að horfa á Leiðarljós, maður veit aldrei.Kveðja til allra, mamma
By Nafnlaus, at 4:51 f.h.
loksins gat ég skroppið í tölvu til að sjá ævisöguna.. haltu áfram með þetta, gaman að lesa þetta :)
By Nafnlaus, at 5:11 f.h.
hey, mig er farið að hlakka til næstu kafla... þegar kemur að mér=) hehehe
By Nafnlaus, at 11:12 f.h.
væriru kannski til í að gera einn kafla um mig líka?
By Nafnlaus, at 2:50 e.h.
við skulum ath þetta með kafla seinna,
By Arnthor, at 4:20 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home