arnthor´s life

mánudagur, október 03, 2005

á trúarlegu nótunum

Ég var að horfa á hina annars ágætu mynd Constantine, og meðal spekinnar sem þar bar á góma var að Guð og Lúsifer hefðu gert nokkurskonar veðmál um sálir manna, eitthvað á þá leið að hvorugur má taka beinan þátt í lífi okkar en að allar manneskjur fæddust með möguleika og hæfileika til að gera gott og/eða illt og að leyfilegt væri að nota dulin skilaboð, eins og Coke Cola notaði einhverntímann í bíóhúsum, og þessháttar sem hvatningu til að stýra okkur í aðra hvora áttina, þ.e.a.s. upp eða niður.
Ég held að þetta sé og hafi verið aðeins öðruvísi, ég held að þeir, þær eða þau hafi verið að rífast eða rökræða um innræti og tilgang mannkynsins og Guð hafi á endanum sagt að hann/hún hefði skapað okkur í sinni mynd og að hann hefði fulla trú á sköpunnarverki sínu og til að sýna frammá ágæti þess myndi hann semja nokkrar einfaldar reglur til að fara eftir og svo myndum við, með þeim góðu gjöfum sem Guð gaf okkur og með þessar reglur að leiðarljósi, skapa paradís á jörð Og svo þegar dómsdagur rynni upp myndi Guð verðlauna hina réttsýnu með nýju lífi á æðra tilvistarstigi og svo mætti Lúsifer hirða hina örfáu gallagripi sem eftir væru.
Ég held að eitthvað hafi svo misfarist í túlkun okkar á þessum reglum og að á endanum vilji hvorugur nokkuð með okkur hafa, allavega fæ ég á tilfinninguna að í heild sinni sé mannkynið að valda allnokkrum vonbrigðum.
Ég finnst að auk reglna, ættum við hvert og eitt að fá augljósan tilgang í vöggugjöf svo við þyrftum ekki flest að eyða stórum eða öllum hluta ævinnar í að finna hann.

Og já, fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá trúi ég á Guð og Lúsifer, en ég geri það bara á minn hátt og finnst að ég og aðrir ættu að fá að gera það í friði og ættu að gera það með friði. Auðvitað þarf að taka nokkur af boðorðunum og uppfæra fyrir nútímann, og ég er nokkuð viss um að það yrði ekki í fyrsta skipti, en flest þeirra eiga jafnvel við í dag og þegar þau voru skrifuð.
Og nei, ég er ekki frelsaður, allavega ekki í þeim skilningi sem lagt er í orðið í dag, og ég gjörsamlega fyrirlít skiplögð trúarbrögð. hvernig getur trú verið skipulögð þegar hún er jafnmargbreytileg og við erum mörg?
Ég hef töluvert meira að segja um þetta mál og tengd efni en það er efni í heila bók og ég nenni ekki að fara að skrifa hana hér.

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home